Muninn

Volume

Muninn - 01.05.1959, Page 10

Muninn - 01.05.1959, Page 10
RÆTT VID NÝKJÖRINN RITSTJÓRA MUNINS Nú fyrir nokkru var Már Pétursson kjörinn ritstjóri Munins næsta vetur. í til- efni þessa var mér falið að ganga á fund Más og hafa tal af honum. „Hvað heldur þú, Már, að mætti helzt verða Munin til framdráttar?“ „Ja, ég er að mörgu leyti ánægður með blaðið eins og það er. Ég tel það bera af skólablöðum þeit'ra Reykvíkinga og I.aug- vetninga. Annars þyrfti að koma betri skip- an á rekstur blaðsins. Upplagið þarf t. d. að stækka. Þá hefði blaðið rýmri fjárhag og þá er hægt að gera það betur úr garði, gefa út fleiri tölublöð. Þó er það ritleikni og and- ríki nemenda, sem máli skipir. Nú eru menn of tregir til að birta ritsmíðar sínar, því að fjölmargir ágætir skriffinnar og lið- tæk skáld eru í skólanum auk þeirra, sem hingað til hafa kvatt sér hljóðs í skólablöð- unum. Auk þess eiga menn að gera meira af því að skrifa í tómstundum sínum að sumrinu og senda blaðinu ávexti iðju sinn- ar, þegar þeir koma í skólann. Fyrsta blaðið á að koma út strax að rit- nefndarkosningum loknum. Fjölbreytni blaðsins þarf að auka og birta meira af léttu og skemmtilegu efni fyrir lýðinn.“ „Hvernig telur þú, að hægt sé að stækka upplagið?“ „Fyrst og fremst hef ég hugsað mér að leita hófanna meðal „dimmittenda“, hvort einhverjir vilja kaupa blaðið næsta vetur. Gætu þeir þá sent blaðinu heimilisfang sitt og fengju það sent um hæl. Einnig er sjálf- sagt að veita Norðanmönnum í Háskólan- um færi á að kaupa blaðið. Auk þess er sjálfsagt að skiptast á blöðum við M. R. og jafnvel Laugvetninga líka. Þá hef ég hugsað mér að setja mig í samband við fleiri gamla nemendur og vita hvort þeir vilja gerast áskrifendur. Það eru að vísu nokkrir hér í bænum, sem kaupa eitt og eitt blað í bóka- búðum, en það dregur skammt." „Hvað um Munin næsta vetur? Er það nokkuð fleira nýtt, sem þú hefur á prjón- unum?“ „Það eru næg verkefni. Annars vil ég sem minnst segja. Það er hægara sagt en gert og eftir að vita, hvað kemst í framkvæmd, þótt manni detti ýmislegt í hug. Mig hefði lang- að til að koma út góðu blaði strax í október eða nóvemberbyrjun, og jólablaðið þyrftiað vera myndarlegt, ef maður reyndi að dreifa því eitthvað meira en hinum. Lengra hugs- ar maður ekki enn.“ „En hvað um framtíð Munins?“ „Það er ekki mitt að spá neinu um hana. Við vorum einmitt að velta þessu fyrir okk- ur, við Jón Sigurðsson, um daginn. Hann telur takmarkið vera fullkomna fjölritunar- stofu í skólanum, þá sennilega í norður- álmu vistarinnar, og blað hálfsmánaðarlega. Nemendur sæju þá um útgáfuna að öllu leyti. Ég býst við, að það sé bezta lausnin. Blaðið stæði nær okkur þá, en yrði varla eins glæsiilegt og nú er og líkist þá frekar dagblaði en bókmenntatímariti. En lág- markskrafan hlýtur að vera sæmileg skrif- stofa fyrir Munin og það fyrr en seinna." Gamma Sigma. FYRIR hönd Munins þakka ég öllum þeim, sem honum hafa rétt hjálpandi hönd: prenturum lipurð og úrræði, skriffinnum andagift, raunsæi og nú síðast skæting, kaupendum og auglýsendum. Senn fellir Muninn flugfjaðrirnar, en að hausti bregður hann sér í Máfs-líki og krunkar i eyru ykkar eða situr á Baðstofu-kvistinum eins og collega minn forðum. — Hafið svo þökk fyrir; kærar þakkir! í guðs friði, Halldór Blöndal. 86 M U N I N N

x

Muninn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.