Muninn

Årgang

Muninn - 01.05.1959, Side 11

Muninn - 01.05.1959, Side 11
RÆIT VIÐ ATKVÆÐAMANN í páskahretinu kom ritstjóri að máli við mig og bað mig hitta Guðmund formann Sigurðsson og frétta af ætlunum hans varð- andi Hugin og hvað hann vildi segja okkur um skoðanir sínar á skólamálum. Óþarft er að kynna Guðmund frekar, hann er einn af stóru spámönnunum hér í skóla. Guðmundur hefur setið í stjórn Hug- ins nú í vetur, enda ókrýndur konungur síns bekkjar. Enn hækkar stjarna hans, því að nú eftir páskana var hann kjörinn for- maður með hærri atkvæðatölu en hingað til hefur þekkzt. Er því ljóst, að Guðmundur er mikill atkvæðamaður og enginn eftirbát- ur bræðra sinna, Jóns og Þóris. Hvað viltu segja um starfsemi Hugins, Guðmundur? „Eg tel, að starfsemi félagsins hafi verið nokkuð góð þessa vetur, sem ég hef verið hér í skólanum. Starfsemin hefur verið f jöl- þætt, þótt málfundir skipi að sjálfsögðu æðstan sess. En um þá er það að segja, að þeir hafa alla jafna verið vel sóttir og um- ræður góðar. Ef til vill má segja, að það séu full oft sömu mennirnir, sem tala á fund- unum, og verði fundirnir fyrir þá sök nokk- uð keimlíkir." Hvernig telur þú, að bæta megi úr þessu? „Það verður að sjálfsögðu aðeins gert með því að vanda val umræðuefna, þannig að valin séu efni, sem almennur áhugi er á og eru ofarlega á baugi það og það sinnið?" Hvað um áætlanir varðandi starfsemina næsta vetur? „Jú, starfsemi félagsins er nú yfirleitt nokkuð svipuð frá ári til árs, og ég býst varla við róttækum breytingum. En að sjálf- sögðu verður reynt að brydda á nýmælum, eftir því sem tækifæri gefast. í því sambandi dettur mér helzt í hug, að Huginn ætti að gera meira af því að efna .til almennra fræðslu- og skemmtikvölda um ýmis efni. Að vísu vinna bókmennta- og tónlistarkynn- ingarnefnd merkt starf í þessum efnum, en ég tel, að taka ætti fleiri efni fyrir en þau, sem þær nefndir fjalla um, t. d. vísindaleg efni. Annars er víst bezt að lofa sem minnstu.“ Sem Guðmundur segir þetta brosir hann góðmannlega, og ég sé, að hann vill ekki gefa nein ótímabær loforð. En við treystum honum þeim mun betur til að sjá hag Hugins borgið. Við óskum Guðmundi heilla í starfi. Már. RÚSTIR i Dægrin renna svo ótt, svo ótt ævi mín styttist svo fljótt; til einskis eilifa nótt. II Hrundar eru hallir mínar, hrunin öll mín vé. Það, sem ég fyrrum ungur átti, er einskis virði nú. Dauðinn heimtir hreysti mína, hjarta mitt geymir þú. Hrundar eru hallir mínar hrunin öll mín vé — yfir rústunum hræfuglar hlakka. ANONYMUS. M I NM 87

x

Muninn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.