Muninn - 01.05.1959, Blaðsíða 14
BLÓÐ
Hann gekk yfir fjöllin með pjönkur sín-
ar bundnar í lítinn böggul. Veðurofsinn
hvein fyrir eyrum hans og barði iandið
þungum höggum.og regnið steyptist úr loft-
inu, rann í ólgandi straumum niður rauð
granítbjörgin, og niðri á sléttlendinu sam-
einuðust vatnsflaumarnir í straumþungar
elfur, sem sýndu íbúum landsins dularfull-
an, töfrandi mátt sinn á ógnandi hátt. Skýin
þeyttust áfram, grá og þétt og huldu allt
útsýni.
Hann var holdvotur, en um hvíld var
ekki að tala. Hann var á flótta. Hann gekk
yfir fjöllin á daginn og um nætur. Þetta var
jrriðji dagurinn, síðan hann lagði af stað að
heiman, og engan matarbita hafði hann
borðað á leiðinni, svo að hann barðist við
sultinn .Skórnir hans voru löngu slitnir, svo
að hann varð að setja upp skóna, sem hann
hafði tekið með sér og hann vildi ekki glata.
Skóna, sem móðir hans hafði gefið honum
að skilnaði, sem örlítinn þakklætisvott fyrir
liðnu árin, sem þeim voru báðum minni-
stæð. Hún hafði lengi sparað fyrir þeim,
því að efnin voru lítil og verðið hátt á öll-
um nauðsynjum.
Hugur hans hvarflaði yfir liðna tímann.
Að baki voru erfið ár; ár ótta og kvíða. Úr
bernsku minntist hann dauða föður síns.
Eftir það varð móðir hans að vinna baki
brotnu til að halda lífinu í sjálfri sér og
börnunum, sem voru fjögur. Hann minntist
jjess, er hann á tólfta ári fór að vinna ýmis
erfið störf til þess að hjálpa móður sinni
að sjá fyrir yngri systkinum sínum. En út-
lendur her var í landinu og aginn strangur.
Var því herinn illa liðinn af kúguðu og
ánauðugu fólkinu, sem fannst ættjarðartil-
finningu sinni misþyrmt. Uppreisn var gerð
af þessari friðsömu þjóð gegn herveldinu.
F.n hún kostaði aðeins fjölda mannslífa.
H(ipar vopnlítils fólks þyrptust fram á blóð-
vellina gegn vélbyssukjöftum og skriðdrek-
um.
Hann hafði tekið þátt í uppreisninni, en
varð nú að flýja sína ástkæru fósturjörð til
j:>ess að bjarga lífi sínu, vegna þess að upp-
reisnarmenn voru miskunnarlaust dæmdir
til lífláts, eftir að uppreisnin hafði verið
kæfð í grimmu blóðhaði.
Með sárum trega hafði hann kvatt móð-
ur sína og systkini fyrir þremur sólarhring-
um. Móðir hans rétti honum nýja skó, er
hann kvaddi hana. Henni þótti leiðinlegt,
hversu gjöfin var lítil, en hún hafði ekki
efni á að hafa hana stórbrotnari. Samt sem
áður hefðu fáar gjafir verið honum dýrmæt-
ari. Hugsjónin er peningunum dýrmætari.
Og nú komu skórnir vissulega í góðar
þarfir.
Regnið dundi á flóttamanninum. Örlaga-
nornirnar léku æðisgenginn leik á óveðurs-
skýin. Landið nötraði og skalf, en engin líf-
vera sást nokkurs staðar.
Brátt yrði hann kominn að landamærun-
um.
Hvað skyldi taka við handan þeirra? Þar
var fyrirheitna landið. Það var hið ókomna.
Um það geta fáir dæmt.
Hugsanirnar ásóttu hann: Hvers vegna
var hann að fara þetta. Hann var að svíkj-
ast undan merkjum. Hann myndi svíkja
þjóð sína, ef hann flýði til ókunns lands. Og
ekki joýddi fyrir hann að snúa við, úr því
sem komið var. Hann tók ákvörðun, og
þeirri ákvörðun hefði enginn getað breytt.
Hann kleif upp á háan hamar og gekk
fram á þverhnípta brúnina. Þar kraup hann
á kné og baðst fyrir. Síðan reis hann á fæt-
ur, steig nokkur skref aftur á bak. Hann
sundlaði í fyrsta skipti og síðasta á lífsbraut-
inni. Hann lokaði augunum. Fyrir neðan
var hyldýpið, sem ætíð er hið sama.
Hvers virði er eitt mannslíf? H. M.
9ö MV.X.I >'.N