Muninn

Árgangur

Muninn - 25.10.1971, Blaðsíða 2

Muninn - 25.10.1971, Blaðsíða 2
ATH. — Þetta er slökkvitœki, sem inniheldur CO2. Ef nemend- ur verða varir við eld í hvíldar- setri lœrimeistara, skulu þeir grípa tœkið og snúa á hvolf og beina stútnum að rótum eldsins. ATH. Innihaldið er sérstaklega gert til að slökkva eld í dýrmœt- um bókum og öðrum óbœtanleg- um menningarverðmœtum, sem hœtt er við bruna. BRUNAMÁLASTOFNUN NEMENDA. Óhrekjanleqt Ekkert er svo flókið að ekki meqi aera bað flóknara. Tíðindalaust, að mestu RAUNVÍSINDADEILD STARFSEMIN í vetur verður með líku sniði og undanfarna vetur, þó munum við reyna að Eafa hana líflegri og skemmti- legri. Við munum reyna að hafa kvikmyndasýningar sem oftast og sýna þar athyglisverðar myndir um eðlisfræði, efna- fræði, verkfræði o. s. frv. — Biðjum við sem flesta að koma á þær sýningar, því þar mun verða eitthvað við allra hæfi. Ókeyps aðgangur verður á þess- ar sýnngar. Síðar í vetur mun ein'hver utanaðkomandi maður, e. t. v. jarðfræðingur, veðurfræðingur eða slíkur, væntanlega halda fyrirlestur um sérsvið sitt. Eins og flestir vita eða vita ekki gefur Raunvísindadeild út rit, sem í eru oftast athyglsverð- ar greinar um ýmis svið raun- vísindanna. Þetta rit er nefnt Fróði. Undanfarin ár hefur heldur lítill áhugi verið fyrir þessu riti, þannig að stjórn dejld arinnar hefur þurft að púla í því allan veturinn að þýða eða skrifa í það. Síðan hefur ritið komið út, þegar komið er fram á vor,.þegar allir eru komnir í próf. Á síðastliðnum fimm árum 'hefur ritið verið gefið fjórum snnum út. Nú skorum við á alla þá, sem ein'hvern tíma Ihafa aflögu að þýða greinar um hvaða efni sem er, sem viðkemur vísindum. En ef menn hafa það álit á sjálfum sér ög geta notað heil- ann að einhverju mæli, geta menn auðvitað skrifað sjálfir. Auðvitað erum við það fullir af fordómum, að vð leyfum ekki máladeildarmönnum að skirfa um eitthvað, sem þeim liggur á hjarta, jafnvel þó að þeir viti ekki hvað tunglið er, eins og al- talað er. Vð viljum einnig hafa sam- band við útvarpsáhugamenn hér í skóla ef nokkrir eru. Að lokum hiðjum við alla þá, sem hafa frjóar hugmyndir í kollinum að koma þeim á fram- færi. (Frétt frá stjórn deildarinnar.) TÓNLISTARDEILD ÞAR SEM nú er tilbúin skrá yfir plötur í safni skólans, er loksins hægt að gefa nemendum kost á að kynast því. Við höf- um tekið það ráð, að 'hafa fasta safntíma, tvisvar til þrisvar í viku. Tveir til fjórir nemendur, gjarnan einhver samstæður hóp- ur, fá þá að sitja í U/2—2 tíma í safnherberginu og hlusta á það, sem þeir vilja heyra. Plötu- safnið er niður komið í litlu herbergi, sem er inn af 13. stofu í gamla skólanum. Þar er ágæt- ur plötuspilari, sem skólinn keypti nýlega, og þar fer einnig öll önnur tónlistarstarfsemi fram. Safnið saman stendur af 6—700 plötum, en þar af eru 400 stk. gjöf Íslenzk-Ameríska- félagsins, gamlar útlánsplötur, og því mjög misjafnar að gæð- um. Hinn hlutinn eru hins vegar ágætar klassiskar plötur og jazz- plötur, sem skólanum hafa smám saman verið gefnar, auk þess sem tónlistardeild hefur eitt hvað lagt til. Þessir safntímar eru sem sagt algjör nýjung og vonum við, að þeim verði tekið vel. NEMEND ATÓNLEIKAR hafa verið árlega í skólanum um margra ára skeið. Þar fá nem- endur, sem spila á einhver hljóð- færi tækifæri til að spila saman eða einir sér, og skemmta þann- ig skólafélögum sínum. Ætlun okkar er að halda í vetur a. m. k. eina slíka (helzt fleiri). En til þess, að þetta sé unnt, þurfa menn að vera ófeimnir og til- kynna okkur um kunnáttu sína. Það er ekki hægt að ætlast til þess, að við í stjórn tónlistar- deildar vitum af öllum, sem eitt- hvað spila. Bezt er, að fjöl- breytni hljóðfæra verði sem mest og gjarnan, að eitthvað verði frumsamið. En aðstaða til æfinga er mjög lítil fyrir aðkomufólk, og erum við tilhúin að ræða um bót á því og reyna jafnframt að út- vega þeim, sem til okkar koma .ein'hverja aðstöðu. Stjórn tón- lístardeildar kemur saman viku- lega og' er hægt að ná sambandi við okkur kl. 2.15—3,15 á fimmtudögum, og viljum við auðvitað sem flesta, með hrenn- andi áhuga á að . standa að skemmtilegum nemendatónleik- um sem fyrst. MYNDLISTADEILD NÚ UM HELGINA verður opn- að vinnuherbergi í félagsmála- herberginu í kjallara gamla skól- ans. Þar verða á hoðstólum kennslu'bækur og tæki til mynd- sköpunar, sem öllum nemendum eru heimil til afnota. Herbergið verður opið vikulega, að minnsta kosti í vetur. Námskeið í myndsköpun verður í vetur, eins og undan- farna vetur, ef kennari fæst. — Myndlistardeild hefur nú að láni frá fræðslumyndasafni rík- isins, fjórar myndir: „Ský mál- uð, Austurlenzk myndlist, Eugin Bondin og Edward Munch“, en slíkar myndir verða sýndar eins oft og hægt er í vetur. Þessari starfsemi lofum við í vetur og vonum jafnframt að starfsemin verði miklu meiri, en það er allt undir ykkur kom- ið. KVIKMYNDADEILD MYNDIRNAR verða fengnar frá M. R. á fyrra misseri. Þann tíma sýna þeir 10—11 myndir og við getum fengið þær allar, að einni til tveimur undantekn- um. Einnig -fáum vð mánudags- myndirnar, þegar mögulegt er. Sýnngar eru fyrirhugaðar ein í hverri viku. Útvíkkun er fyrir- huguð á starfsemi deildarinnar. Þar er um að ræða nemendur Leikskóla Akureyrar, sem sækja munu sýningar. I athugun er að ná samstarfi við G. A. og e. t. v. fleiri skóla. Sýningar munu yfir- leitt verða á þriðjudögum, en stundum á mánudögum. Sýnt verður í Borgaihíói, oftast kl. 5. Því miður hækkar starfskostn- aður óheyrilega mikið (allt að 500%). Leiddi það til þess að hverfa varð frá að selja áskrift- armiða, til þess ráðs að selja fé- lagskort á kr. 20.00 pr. stykki. Þeir einir, sem hera þessi félags- LEIÐARI í SKÓLANUM ber nú hvað hæst reykingabannið í kjallara gamla skólans. Sjálft er húsið dýrgrip- ur, þurr sem pappírsvöndull og afdrifin kunn ef eldur brýzt út. Við skulum því fara á nokkra staði í byggingunni og athuga frá sjónarmiði leik- manns hvar mögulegt er að íkviknun eigi sér stað af reykinga völdum. A ganginum fram af kennarastofunni hefur aldrei verið reykt; ekki er heldur um reykingar að ræða uppi á Salar hæð. Tveir staðir eru því eftir: Kennarastofan og kjallaragangurinn og hefur um alllangt skeið ver- ið iðkuð tóbaksnautn á báðum stöðum. Þegar nemendur komu hingað á fardögum var kjallarinn alsettur ljótum miðum, sem gefnir eru út af opinberri stofnun sem hefur hjörð sérfróðra manna á fóðrum. Stofnunin ætti því að teljast hæf að leggja á það dóm hvar í húsinu eldhættan er mest. 2 Litli-MUNINN Kjallarinn er eini staðurinn sem hefur stein- vegg og steingólf, en eins og kunnugt er brennur það efni vart eða a. m. k. mjög trauðla. Á kennarastofunni er hinsvegar leyft að reykja og er húsbúnaður þar þó með allt öðrum hætti. Þar eru mjúkir og þægilegir stólar klæddir pelli og leðri. Þar er gólfteppi og dýrmætar bækur. Bréfakörfur og gömul hlöð. Þar er margt fleira og sérstætt andrúmsloft. Það er augljóst að á þeim stað er gífurleg eld- hætta á ferðum ef óábyrgir troða um gólf. Því hlýtur manni að þykja all einkennilegt að jafn- ábyrgur aðili og Brunamálastofnun ríkisins skuli leyfa reykingar þar, í stað þess að aftaka þær með öllu. Aldrei skyldi hér vera um að ræða vankunnáttu eða undanlátssemi við værukæra stétt kennara. Heyrzt hafa tvær röksemdir því meðmæltar að heimilar skuli reykingar á stofunni. Hin fyrri hljóðar uppá það að líta megi kenn- arastofuna sem heimili ráðsmanns. Þetta er hrein fjarstæða, líkust þeim rökum sem menn grípa til þegar þeir vita að þeir hafa á röngu að standa. Sú seinni er sú að ávallt sé einhver staddur á kennarastofunni og sé þessvegna um einskonar eldvarnareftirlit að ræða. Skólameistari hefur á hinn bóginn margoft lýst því yfir á Sal, að verði eldur laus í húsinu, þá brenni það til kola á knöppum tíma og uggir mann þá að fátt yrði til varnar af hálfu nokkurra kennara þótt inni væru staddir. Ennfremur er lögð á það rík áherzla þegar brunaæfingar fara fram, sem því miður telst til tímamóta, að menn hverfi þegar út án þess að safna sínum pjönkum. Þetta styður það álit Skólameislara að eldurinn svelgi húsið í sig á örskotsstundu. Einnig skal á það bent að eldurinn spyr ekki um hvort enginn kennari eða einhverjir séu viðstaddir þegar hann hefur starfið. Því lýsi ég hér með þeirri skoðun minni að ég álít það framferði kennara að reykja á stofu sinni, svívirðilegt tilræði við stórkostlegt safn og merka sögulega heimild í mennta- og menningar- sögu íslands, hvað sem öllum Brunamálastofnun- um líður. Ég særi yður, kennarar, við tár barna yðar að láta af þessu siðlausa framferði og ganga út til reykinga, eða heita minni menn ella. Eiki.

x

Muninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.