Muninn - 20.11.1971, Qupperneq 3
Um skólablað o.fl.
I lögum Skólafélags MA seg
ir, að gefið skuli út blað, „er
auðveldi félagsmönnum að
koma skoðunum sínum og á-
hugamálum á framfæri í rit-
uðu máli.“ Ennfremur, að fé-
lagsmenn Hugins „eru allir
reglulegir og þeir óreglulegir
nemendur MA, sem greiða fé-
lagsgjald, svo og kennarar
hans.“
Því er augljóst, að ritnefnd
á alls ekki einkarétt á skrifum
í blaðið.
Hægt en sígandi hafa komm
únistar innan skólans haslað
sér völl í félagslífi hans, svo
að nú hafa þeir töglin og hagld
irnar í ritnefnd, en eru mjög
sterkir og mikils ráðandi í öðr-
um.
Skólablaðið er snar þáttur í
félagslífinu. Af tómum asna-
skap og sofandahætti var
kommúnistum treyst fyrir því,
þannig að þeir hafa með öfga-
kenndum skrifum, yfirfullum
af heimskulegum útúrsnúning-
um í „logandi háðskum11 skáld
sagnastíl Þórólfs Matthíasar-
sonar, drepið niður áhuga
hinna almennu nemenda fyrir
blaðinu og skrifum í það, svo
að nú einoka þeir Muninn.
Nú þegar hafa komið út
fjögur blöð, kostuð af borgara
legum nemendum, hver ein-
göngu eru málgagn vinstri afla
í skóla þessum.
Sem dæmi um það, viljum
við benda á ,,gagnrýni“ þá, er
birtist í hverju blaði. Er hún
hápólitísk og metur greinarnar
eftir pólitískri stöðu höfund-
ar. Virðist gagnrýnendum
blaðsins hingað til fara vel
einkunnarorðin: „Ertu í
flokknum?“
Annað dæmi er ritskoðun
sú, sem ritnefnd heldur uppi.
! þau tvö skipti, sem „Litla-
Munin“ hafa borist greinar eft
ir borgaralega nemendur, hef-
ur ritnefnd Iesið þær, rætt sig
saman um þær, soðið saman
útúrsnúningasvar og birt það
með stríðssagnaletri strax á
eftir þeim sama í blaðinu.
Það er augljóst, að meðan
kommúnistar eru í þeirri að-
stöðu að geta með slíkum
skrifum ruglað hlutlausa, en
hert snöruna að hálsi gapandi
sauðum marxismans með á-
líka þvælukenndri vitleysu sem
svar Spectators við grein
Gúnda er, verður aðeins tvennt
gert: Annað hvort að gæta
þess, að kommúnistar yfirtaki
hvorki ritnefnd né nokkra
aðra í næstu kosningum við
skólann, eða að leggja blaðið
niður.
Það er svívirðilega farið að
við nemendur og sér í lagi and
pólitíkusa, að láta þá borga
stanzlausan áróður kommún-
ista, kryddaðan með heims-
speki, sem Eiríkur Baldursson
slefar upp úr steinrunnum og
mosagrónum kreddum Karls
Marx.
En þessi ,,æsifengna“ grein
mín varð til, er ég las góða
grein eftir Gúnda í „Litla-
Munin“, 3. tbl. 44. árg. um
„Myrkraverk".
Svarar hann vel hlægilegum
tilraunum kommúnista til þess
að sverta Sjálfstæðisflokkinn
og málstað hans.
Þrátt fyrir skýr og greinar-
góð svör, lætur Spectator
gáfnaljós sitt skína og ítrekar
óljósa spurningu, sem þegar
er svarað. Spectator spyr í
„Litla-Munin“, 2. tbl. 44. árg.:
„Má t. d. búast við, að ung-
ir Sjálfstæðismenn leggi til að
stofna skuli eins konar „þjóð-
máladeild“?“
Á Spectator við „þjóðmála-
deild“ MA, eða yfir allt land-
ið?
Hvort heldur það er, þá er
það ekki ætlan eða vilji Sjálf-
stæðismanna, að fara í gagn-
fræðaskóla og ,,mata“ nem-
endur í þeim hinum einu réttu
hugmyndafræðum sínum, eins
og Ingólfur H. Ingólfsson o.
fl. gerðu forðum daga.
Eins og Gúndi bendir rétti-
lega á, hafa fleiri flokkar en
Sjálfstæðisflokkurinn sett á
stofn stjórnmálanámskeið, —
enda ekkert við það að athuga.
Fyrir utan að kynna Sjálfstæð-
isflokkinn og stefnu hans, á-
samt annarra, var með þessum
orðum átt við, að fá þyrfti þá
menn, sem þegar hvað ákaf-
astir Sjálfstæðismenn voru,
þjálfa þá í ræðumennsku og
fundahöldum og nýta þá í á-
róður flokksins. Áróður hefur
aldrei verið talið ljótt orð, fyrr
en kommúnistar hófu sig til
skýja og töldu sig með dýrl-
ingum við „birtingu leyni-
plagga íhaldsins11. Hitt er ann-
að mál, hvort áróður fámennr
ar klíku eigi rétt á sér í skóla-
blaði MA, blaði, sem við borg-
um .
Við viljum að lokum skýra
tilkomu þeirra plagga, er styrr
in stóð um.
Á SUS-þingið kom ungt
fólk af öllu landinu, misjafn-
lega vel undirbúið. Áróður er
sérlega mikilvægur fyrir floklc
þá hefði verið mennilegra að
verða sér úti um sannleikann
um „leyniplöggin", áður, en
ekki eftir, að þau voru birt.
En leiðréttingar eiga^eldci upp
á pallborðið hjá þeim, sem á
annað borð' eru staðráðnir í,
að hafa það eitt, sem rangt
reynist.
Það, sem fram kom í hug-
leiðingum undirbúningsnefnd-
ar ,um að „ala jafnt og þétt
á innbyrðis tortryggni vinstri
stjórnarflokkanna og stuðn-
ingsmanna þeirra,“ leizt mér
mjög vel á fyrir utan hversu
auðvelt það væri, brá það upp
skemmtilegri grímu heilagrar
vandlætingar, fyrir fés komm-
únista. Því öll vitum við, að
auðvitað er það hin heilaga
hugsjón kommúnista, að Sjálf-
stæðisflokkurinn sé heill og
óskiptur allt til ragnarraka!!!!
Að lokum:
SUS ber hvorki ábyrgð á
þessum margumtöluðu „leyni-
plöggum“ né þankagangi ein-
stakra félagsmanna, frekar en
MA ber ábyrgð á hinum ólíku
hugrenningum, sem ritnefnd
eða borgaralegir nemendur til-
einka sér.
Gunnlaugur Eiðsson.
Ingi H. Sigurðsson.
Daníel Dan Snorrason.
(Eða umræðuhópur 56).
Skoðanakönnun
Rússarnir tóku pabba.
í stjórnarandstöðu. Því komu
margar tillögur fram þar að
lútandi og sumar all hressi- og
tæpitungulegar að vanda æsk-
unnar. En til þess að fullnægja
öllum kröfum um réttlæti, var
hver einasta tillaga tekin til
umræðu, hversu „idiodisk"
sem hún var. Nokkrir einstakl
ingar og/eða umræðuhópar
höfðu fest á blað hugrenning-
ar sínar, gerðar til þess að
hvetja til opinskárra umræðna
á þinginu. Það voru hin marg-
frægu leyniskjöl!!!!
Spectator minnist á, að
skjölin hafi verið merkt und-
irbúningsnefnd stjórnar SUS.
Rétt.
En ekkert, ekkert af því,
sem vitnað var til í grein
Spectators í „Litla-Munin“, 2.
tbl. 44. árg., var samþykkt sem
ályktun frá SUS-þingi.
Ef Spectator er svo andvíg-
ur ,,dularfullum“ vinnubrögð-
um sem hann vill vera láta,
Miðvikudaginn 10. nóv. var
plaggi dreift um skólann á veg
um umræðuhóps, sem blaðið
olckar stendur fyrir. Á blað-
haus stóð „Skoðanakönnun“.
Ætlaði umræðuhópurinn, sem
samanstendur eingöngu af
kommúnistum og öðrum
vinstri mönnum, að gera
„könnun11 á skoðunum borg-
aralegra nemenda skólans um
varnarmálin.
Var snepill þessi með svo
endemum illa saminn, að aug-
ljóst var, að hverju stefndi.
3. spurningin hljóðaði eitt-
hvað á þessa leið:
„Hver er tilgangurinn með
hersetunni?
a) að vernda olclcur gegn
kommúnisma,
b) að verja okkur í stríði,
c) að vernda okkur gegn á-
sælni Breta í landhelgis-
málinu,
d) að reka áróður fyrir hags-
munum Bandaríkjamanna,
e) enginn?“
Svo skyldi hinn borgaralegi
nemandi svara með „já“ eða
„nei.“ Kom sem sagt ekki ann-
að til greina, en að tilgangur-
inn væri einhver þeirra kosta,
er kominúnistar gáfu hinum
borgaralegu nemendum.
Sannleikurinn er hins vegar
sá, að tilgangurinn er enginn
þeirra kosta, er kommúnistar
gáfu okkur.
Erlendir hermenn á Islandi
munu vera u. þ. b. 3000 nú.
Af þeim er nær helmingur
þjónustulið, en hitt bardaga-
menn.
Augljóst er, að svo fámenn-
ur hópur getur ekki varið árás
á landið.
En meðan herliðið hefur að
stöðu á landinu og þann tækja
búnað, sem varnarliðið hefur,
treystir enginn sér til þess að
gera vopnaða árás, hvort held-
ur er á friðar- eða styrjaldar-
tímum.
Þessi, — fyrst og síðast
þessi er tilgangur Atlantshafs-
varnarliðsins á Keflavíknrflug-
velli, að minnka hættuna á inn
rás.
Reynslan sýnir, að árásar-
þjóðir ráðast iðulega á garð-
inn, hvar hann er lægstur. —
Orðum mínum til sönnunar vil
ég benda á eftirfarandi:
Sú hugmynd kom fram í yfir
herráði „Þriðja ríkisins“, að
gera innrás á Island. Var það
hin svokallaða „Ikarus“ áætl-
un. Foringinn tók því ekki
fjarri, og er hann hélt fund
með nokkrum flotaforingjum
20. júní 1940, lcorn það fram,
að beita þurfti öllum flotan-
um, ætti árangur að-nást.
Það fer ekki á milli mála,
að það, sem olli þörfinni á
svo miklu sóknarliði, var fá-
mennur hópur brezkra her-
manna, sem að auki höfðu
hvorki ratsjárstöðvar á Mið-
nesheiði né annars staðar.
Tilgangur kommúnista með
spurningunni virðist því þessi:
Hinn rétti tilgangur varnar-
liðsins finnst hvergi í spurn-
ingunni. Því hljóta allir eða
flestir að svara öllum liðum
hennar neitandi. Þar af leið-
ir, að ef tilgangur varnarliðs-
ins er enginn af þeim, er
kommúnistar gefa okkur, þá
er tilgangurinn enginn?!
Ég vona, að niðurstaða þess
arar spurningar villi ekki mín
borgaralegu skólasystkin, —
hvernig sem hún verður, ef
hún e. t. v. verður birt í mál-
ggani ritnefndar, Endemis-
sneplinum.
11. spurning „könnunarinn-
ar“ lítur svona út:
Framhald á bls. 5.
3
LITLI-MUNINN