Muninn

Volume

Muninn - 01.04.1993, Page 14

Muninn - 01.04.1993, Page 14
RAUNIR FRAMHALDS- SKÓLANEMANS Skammdegisnótt á norðurhjara veraldar sem á engan hátt er ólík systrum sínum. Norðanhríðin er hætt fyrir skömmu en áfram er skafrenningur. Utanaðkomandi vera myndi heillast af hvisshljóðinu og því að sjá hvítt efnið þyrlast rétt yfir jörðu. En sýn þessi er aðeins hluti af lífi íbúa þessa fimmtán þúsund manna bæjar. Veturinn grefur sig inn í sálir manna og dýra þar sem þau hnipra sig saman í öruggum og hlýjum skjólum sínum. En viti menn! I byggð þessa sjálfsánægða og lífsglaða fólks má greina ljós í þakglugga ofarlega í bænum. I glugganum má svo aftur greina andlit sem horfir skelfingar- augum yftr bæinn. Hann gengur frá glugganum og horfir blóðhlaupnum augunum á útvarpsvekjarann, 6:15. Því næst styður hann á snooze-takkann, 5:45. „Guð minn góður! Hún er að verða sextán mínútur yfir sex." Þessar tvær setningar bergmála inni í hausnum á honum því þar er ekkert, hann er galtómur. Sálarástandi þessa unga manns er ekki erfitt að lýsa, maður þarf aðeins að líta í kringum sig í herbergi hans. A gólfinu eru gosdósir, matar- og snakkumbúðir, útklíndar skólabækur og óhrein föt. Rúmið er virkilega subbulegt og áreiðanlega ágætis vísir að lífríki í því. Við hliðina á ruslakörfunni má sjá verulega vel myglað bananahýði sem er eflaust mjög gott dæmi um hvemig allt, jafnvel hans velþekkta körfuboltageta, hefur farið úrskeiðis. En allt þetta ógeð nær ekki minnstu athygli unga mannsins. Aðeins eitt í þessu myglulyktandi herbergi virðist ná athygli hans. Það er lítið kámugt blað sem fest er upp á vegg með gömlu og drullugu kennaratyggjói. Hann horfir sem dáleiddur á próftöflu sína. „Sex tímar og 59 mínútur í fyrsta prófið, STÆ 403," hugsar hann. „Hvers vegna í andskotanum byrjaði ég ekki að læra fyrr? Hei! Reyndu að ná tökum á sjálfum þér maður, það þýðir ekki að fást um það núna. Þú verður bara að reyna að læra meira áður en prófið skellur á, aðeins meira." Hann ryður öllu af skrifborðinu, útvarpsvekjarinn skellur á gólfinu (greinilega ekki í fyrsta sinn). Af gólfinu grípur hann klístraða stærðfræðibókina, lætur tilviljun ráða hvar hún opnast og hefur lesturinn: „Eins og augljóst er (auðvitað) fæst eftirfarandi ójafna og regla með umskriftum: | ^ /(x)dx-o| áS-s<e." í klukkutíma, eða til korter yfir sjö, les hann svipað efni en skilur þó minnst af því. Hann ákveður að taka sér örhtla hvíld því þreyttur heilinn er fyrir löngu hættur að fylgja augunum eftir. Hann hendir bókinni út í horn og kastar sér í rúmið. Hann dregur að sér súra svitalyktina úr sænginni og lokar 14 MUNINN

x

Muninn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.