Muninn

Ukioqatigiit

Muninn - 01.04.1993, Qupperneq 15

Muninn - 01.04.1993, Qupperneq 15
augunum. Hann sér fyrir sér stærðfræðikennarann sinn Vektor. Sér hann þar sem hann stendur feitur og lítill með gleraugu og potar í töfluna. „...eins og augljóst er af alkrmnri umskrift." segir hann nefmæltri röddu og potar í töfluna. Því næst teiknar hann fullkominn hring fríhendis. Sjálf hefur sögupersóna okkar heyrt að þeir sem geti teiknað fullkominn hring á þennan hátt séu ekki heilir á geði. Stórt bros færist yfir andht hans þar sem hann horfir á geðveika stærðfræðikennarann pota í hringinn. „Ef hann bara vissi það auminginn, ef hann bara vissi það." hugsar hann og hlær með sjálfum sér. „Þú þama aftast," segir Vektor og bendir krítarhvítum fingri sínum á unga „sálfræðinginn," „komdu og finndu heildi þessa falls." Brosið frýs á andlitinu og hann sekkur ofan í sætið. Hann er staddur upp við töflu en getur á engan hátt fundið lausnina. Bekkurinn hlær að óförum hans, hlær að lítillækkuninni. „Þú verður að læra meira," segir Vektor og potar krítarhvítum fingrinum í brjóst hans. Vektor grípur um hönd hans og stýrir henni og krítinni í stóra fullkomna hringi. Bekkurinn veltist um af hlátri. „þú verður að læra meira." segir Vektor og potar í töfluna með feitum hvítum vísifingrinum. Hann hrekkur upp með andfælum. „Andskotinn, þetta var rosalegt, þvílíktu draumur." Hann kastar af sér svitablautri sænginni og lítur niður á gólf á útvarpsvekjarann, 8:59. „Þú verður að læra meira." heyrist nefmæltri röddu. Hann hrekkur í kút og honum rennur kalt vatn milli skinns og hörimds. Röddin kemur úr einu af hornum herbergisins. Hann verður skíthræddur og þrýstir fitugum koddanum að eyrum sér. En aftur heyrir hann röddina og nú heldur meira skipandi. „Þú verður að læra meira, ætlarðu að falla eða hvað. Ætlarðu að gera þig að fífli? Taktu mig upp og byrjaðu." Skelfd augun opnast og líta þangað sem illa farinn heilinn telur upptök hljóðsins vera. Það er ekki um neitt að villast, röddin berst frá klístraðri stærðfræðibókinni. Röddin hættir brátt að vera skipandi og verður uppörvandi, næstum því dáleiðandi. Augnaráð imga mannsins hættir að lýsa skelfingu en verður þess í stað tómt og starandi. Hann stígur fram úr rúminu og tekur bókina upp. Hann sest við skrifborðið og hefst handa við lærdóminn á nýjan leik Þegar hann hefur reiknað dáhtla stund heyrir hann útundan sér: „Hvers vegna gefurðu stærðfræðinni alla þína athygli? Mér finnst að þú ættir að lesa eðlisfræði. Þú hefur jú vanrækt mig mjög mikið í vetur og ég tel þig hafa sinnt hinum náms- greinunum mun meira." Hann snýr sér við og horfir með geðveikiglampa á OHANIAN PHYSICS sem hafði nýlokið máli sínu. „Þú skalt ekkert vera að rífa kjaft, þinn tími kemur og ef þú heldur ekki kjaftí þá ríf ég úr þér formálann. Heyrirðu það?" Þar sem hann horfir grimmdaraugum á eðhsfræðibókina finnur hann allt í einu þungt högg á hnakkann. Vasatölvan sem hann hafði rétt í þessu verið að nota til þess að reikna dæmi 13 c) í STÆ 403, hafði tekið málstað OHANIAN. Hann stendur upp frá skrifborðinu og stígur nokkur skref aftur á bak. Titrandi röddu hvæsir hann á óvini sína: „Hvað á þetta að þýða? Eruð þið að gera uppreisn. Hvem andskotann kemur ykkur við þó ég sé slappur við námið? Það var ég sem keyptí ykkur, ég á ykkur og ef þið haldið áfram á þessum nótum þá geng ég endanlega frá ykkur." Því næst hleypur hann að dyrum herbergisins, hann vantar loft og rými. En áður en hann nær að dyrunum fellur hann um sögubókina og skellur með ennið í MUNINN 15

x

Muninn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.