Muninn

Árgangur

Muninn - 01.04.1993, Síða 24

Muninn - 01.04.1993, Síða 24
 UTIVISTARFELAC M.A. Eins og þið vitið flest var hið unga ÚTMA-félag stofnað í haust og voru væntingar til félagsins miklar. Ætlunin var að stunda sem mesta útiveru í nafni skólans og njóta þar með okkar yndislegu íslensku náttúru. Framtaks- semi stjórnar þessa félags hefur reynst vera mun minni en áætluð var í upphafi, það hefur líka verið einstaklega erfitt að finna tíma til útiveru sem öllum hentaði. Við viljum þó að þið vitið kæru skólafélagar að allar tilraunir ykkar til að hta upp úr skólabókunum, dusta af skíðunum, taka fram gömlu skautana eða jafnvel bara gönguskóna styðjum við í ÚTMA af alhug. Við vitum að innan þessara skólaveggja leynast margir sem stunda mikla útiveru, en það eru því miður fleiri sem verða af allri útiveru vegna þessa að þeir segja við sjálfa sig að þeir hafi engan tíma til að „eyða" í svona nokkuð. En það er ekki spurning um að hafa tíma, maður verður að gefa sér tíma, því að útivera er holl og okkur öllum nauðsynleg. ✓ A síðustu önn gerðum við tvær tilraunir til útiveru á vegum félagsins og heppnuðust þær misvel... eða misilla!!! ✓ (ég ætla að segja frá þeim hér). A þessari önn eiga tilraunirnar að verða fleiri og við vonumst til að undirtektir af ykkar hálfu verði betri! Fyrsta ferð félagsins var ákveðin. Sunnudaginn 15. nóv. var ætlunin að ganga upp á Súlur. Dagurinn rann upp heiðskír og fagur, hagstæðara veður hefðum við ekki getað fengið til þessarar miklu ferðar... Nei, svo gott var það ekki. Reyndar voru veðurskilyrði ekki mjög góð. Það var úrheflisrigning og rok! Það var svo brjálað veður að það sást ekki einu sinni í toppinn. Það hefur eflaust hvatt flesta þá sem „ætluðu" með í ferðina til að grýta vekjaraklukkunni í vegginn og halda áfram að sofa. (Ég hefði eflaust gert það sama ef ég hefði ekki haft þá slæmu reynslu að klukkan kastaðist til baka í mig þannig að ég vaknaði þrátt fyrir allt.) Við vorum sem sagt fjórar galvaskar stúlkur sem mættum á umræddan mótsstað á umræddum tíma. Guðrún 4.B, Jóhanna 3.A, Signý 3.U og svo auðvitað ég. Þegar okkur var orðið ljóst að fleiri mundu ekki stíga úr rekkju þennan morgun til þessarar farar ákváðum við að láta samt ekki deigan síga og gengum af stað til fjalla með gott nesti í pokum. Við vorum farnar að þurfa að skríða áður en langt um leið til þess að fjúka einfaldlega ekki til baka. Köld rigningin sló okkur í framan og vindurinn gerði gys að okkur með því að henda okkur fram og til baka. Við ákváðum þó að gefast ekki upp, því að við vildum sanna dug okkar. Það var þó orðið þannig að lokum að við sáum ekki skreflengd fram fyrir okkur og verðum við að viðurkenna að þá vorum við famar að örvænta. Við höfðum reipi j 24 MUNINN

x

Muninn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.