Muninn - 01.04.1993, Page 29
í tengslum við Listadaga M. A. og V.M.A. hélt BÓMA ljóða- og
smásagnasamkeppni. Tveir höfundar, Þórarinn Stefánsson og Jóhannes
Dagsson, hlutu viðurkenningu fyrir ljóð sín, og Jóhann Norðfjörð í
V.M.A. fékk viðurkenningu fyrir smásögu sína. Við birtum þessi verk
hér og óskum höfundunum til hamingju.
Lindin
Er síðasti komumaðurinn farinn
Ekkert eftir nema spor í sandinn
Sem mást út í vindi merkurinnar
Þegar hann fer
Ferðamaður næturinnar einu
Verður þú þá ein
Eða situr einhver eftir við hlið þér
í stjörnuprýddu myrkrinu
Og gætir þín
Mig dreymir þig
Strjúka yfirborð þitt
Finna þig eina
Eitt dimmt kvöld
Vera nóttina
Snerting við græðandi vatnið
Þig
Nýtt líf í auðninni
Láðst að gleyma
Við töluðum og töluðum
um allt og ekkert
um það
sem við vorum bæði að hugsa.
Samt sýndist mér ég sjá
í augum þér eitthvað
sem mér hefur alltaf láðst
að gleyma.
✓
Eg er bara léttbilaður
og ráðvilltur lítill drengur
sem veit ekki hvað ég vil
eða vil hvað ekki.
En ég held nú samt
að ég haldi
að ég vilji
þíg-
Þórarinn Stefánsson
Jóhannes Dagsson, 2.F
MUNINN
29