Muninn - 01.04.1993, Side 31
skýringin.
✓
I stað þess að gera ekkert, fer hann að
kasta litlum steinvölum í dúfumar er
vöppuðu í kringum fætur hans og hann
lét ropið í þeim fara heil ósköp í
taugarnar á sér. Hann þorði ekki annað
en að hætta grjótkastinu þegar hann kom
auga á lögregluþjón í mannþrönginni.
Honum fannst þessi vörður laganna
minna á mörgæs eins og hann kjagaði
eftir hellulagðri götunni. Þama vom lítil
böm að leik og það flögraði að honum að
fara og tala við þau til að fá félagsskap
en hann þorði það ekki af ótta við að
vera álitinn kynferðislegur öryrki og
jafnvel settur á stofnun með Steingrími
Njálssyni og Hvassaleitisdónanum og
það vildi hann alls ekki.
Hann velti því fyrir sér hve algengt það
var orðið að börn og gamalt fólk væri
setti á þar til gerðar stofnanir og heimili,
hví mátti ekki þetta gamla fólk búa
meðal okkar og hvers vegna vom
mæðurnar ekki með bömtun sínum í
stað þess að setja þau á barnaheimili? Jú,
þetta með gamla fólkið var kannski of
einfalt, auðvitað átti bara að planta
þessum gamlingjum inn á stofnanir þar
sem þeir yrðu ekki fyrir í daglegu amstri.
En samt fannst honum það innst inni
vera rangt og alls ekki sanngjarnt.
Það var nú þetta fólk sem hafði fætt
okkur og klætt og lagt grunninn að því
velmegunarþjóðfélagi sem við búum við
í dag, sem er nú reyndar að fara á
hausinn en hverjum er það að kenna?
Hann vaknaði upp af þessum þungu
þönkum og leit á torgklukkuna sem var
að verða sex.
Jæja, þá var kominn tími til að fara heim
að borða. Það þýddi ekkert að hafa
áhyggjur af öðmm, hann átti víst nóg
með sjálfan sig.
Em það ef til vill svona hugsanir sem em
að gera út af við þjóðfélagið, hugsaði
hann með sér.
Maðurinn hélt heim á leið sæll og glaður,
ánægður með dagsverkið. Ef til vill var
lífið og tilveran ekki svo ömurleg eftir
alltsaman. Eðahvað?'
Jóhann V. Norðfjörð
MUNINN
31