Dýravinurinn - 01.01.1891, Page 3

Dýravinurinn - 01.01.1891, Page 3
Forafiáli. Jer er sönn ánffigja að því hve vel landsmenn mínir hafa tekið á móti þeim 3 heptum af Dýra- vininum, sem þegar eru komin út um landið. það er þeim til sóma og lýsir því, að þeim hafi þótt full þörf á því, að tekið væri málstað málleysingjanna. Hugsunarleysið og vaninn og aptur vaninn hefur glapið sjónir manna; en þegar mönnum er bent á betra veg, þá eru flestir svo góðhjartaðir og skynsamir að þeir sjá, að skepnurnar hafa lagalegan og siðferðislegan rjett gagnvart eigendunum, og að það er skylda manna að fara mannúðlega með eignarijettinn gagnvart þeim, sem til einkis geta flúið til að fá rjettan hlut sinn. / það er betra að eiga færri skepnur í góðu standi enn margar magrar. I litlöndum er þessi skoðun svo almenn, að engum kemur til hugar, að mæla á móti lienni, og sama skoðun er að riðja sjer til rúms á íslandi, sem betur fer. Að því er jeg þekki til, þá eru tvær sveitar við Eyjafjörð komnar lengst í þeim efnum, og hef jeg haft mikla ánægju af því að sjá, að velmegun manna hefur aukizt þar töluvert síðustu árin. Jeg treysti því að sama skoðunin muni breiðast út til annara sveita í landinu, skepnunum til góðs, og landsmönnum til hagnaðar. Hagsvonin knýr þjóðirnar og einstaklingana áfram. Hagnaðarlöngunina hafa allir og mannúðartiltínninguna hafa margir. í þessu efni vill svo vel til, að þetta tvennt getur orðið samfara, og kemur ekki í bága hvort við annað. Jeg er því sannfærður um, að þegar þetta hvorttveggja í sam- eining er orðið aðal hvötin hjá landsmönnum, þá getur miklu orðið ágengt á stuttum tíma, til þess að bæta meðferð á skepnum á íslandi. Lögin um illa meðferð á skepnum og lögin um friðun fugla um varptímann m. fl. sýna það, að löggjöfln er hlynnt mannúðlegri meðferð á skepnuin. Menn finna glöggt að það er bæði skömm og skaði að drepa skepnur sínar úr lior og fúlmennska að skjóta fugla á eggjum eða mæður frá ungum, en þó hafa þessi lög ekki getað komizt inn í meðvitund þjóðarinnar öðru vísi enn svo, að þau væru bönd á ijetti manna og frelsi. þetta þarf að breytast þannig, að mannúð og sannfæring um hagnað sitji í fyrirrúmi og verði í þessu efni sú löggjöf, sem þjóðinni af innri hvötum er ljúft að fylgja. En eigi að síður eru hin ytri lög nauðsynlegt lijálpar meðal, sje þeim vel beitt, ftf því „misjafnir sauðir eru í mörgu fjc“ og þeir eru til, sem hafa meira af ótta fyrir hegningu, en af mannúð. Jeg hef ætíð verið á þeirri skoðun að konur ættu að hafa jafnan rjett og karlmenn til hverrar þeirrar stöðu í mannijelaginu, sem þær liafa liæfilegleika til, en jeg kannast lika við, að þær ættu að hafa sömu skyldur sem karlinenn. því miður dregur kvennþjóðin sig of mikið í hlje, einkum á íslandi. Jeg hef optar enn einu sinni minnst á það, að jeg hefði bezta traust á íslenzku kvenn- þjóðinni til þess að stofna dýraverndunarfjelag, eins og konur í Danmörku og Sviaríki þegar hafa gjört; konurnar voru þar frumkvöðlar dýraverndunarfjelaganna, en íslenzku konurnar hafa ekki ennþá látið til sín taka. Margar þeirra hafa þó hjálpað að undirbúningnum með því, að láta börn sín læra að lesa á »Dýravininum«, og kann jeg þeim þakkir fyrir það. Mig hefur opt á seinni árum langað til að gangast fyrir því að stofna íslenzkt dýravernd- ’ unarfjelag, en jeg ann þess ekki, hvorki mjer nje nokkrum öðrum karimanni. Konunum er tileinkuð blíða og viðkvæmni, er það því eðli þeirra samboðið að taka máistað munaðarleysingjanna. þær hafa

x

Dýravinurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dýravinurinn
https://timarit.is/publication/430

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.