Dýravinurinn - 01.01.1891, Qupperneq 5

Dýravinurinn - 01.01.1891, Qupperneq 5
hefi lengi verið liestavinur, þótt jeg hvorki liafi lært hesta að temja eða hestum að ríða, eins og reiðmenn kalla það. Árin sem jeg dvaldi í Odda, AM átti jeg, eins og lög gjöra ráð fyrir, ekki fáa hesta, og meðal þeirra tvo eða þrjá, sem afbragðsgo'ðir þóttu. Einn þeirra hjet Skálkur. Ilann var Ijósgrár, inikill og sterkur, vitur og vegvís, óragur og hinn áreiðanlegasti. Ekki mátti hann fljótan kalla nje fjörugan, en var þó jafnan talinn með gæðingum. Hestur þessi var ljónstyggur í haga og hið mesta fól á stalli við alla nema þá einu, sem góðir voru við hann, og injer var hann ótrúlega auðsveypur. fcnnan hest Ijekk jeg að gjöf af Snorra presti, sem síðast þjónaði Hítarnesþingum; var þá hesturinn orðinn roskinn að aldri; hann var ættaður austan úr Mýrdal, og frjetti jeg að mannfól eitt hefði þar hvekkt hann ungan og spillt skapi hans í tamningu. Loksins ljet jeg slá af Skálk og skoða vandlega innan. Fannst þá mein nokkurt eða sullur í hjartanu. j>essi hestur stakk sjer af ískör niður í flugstraum, þó vatnið tæki í taglmark og fórst vel, en væri voði fyrir, þó jeg sæi hann ekki, stóð hann jafnan kyr. Annan hest eignaðist jeg í Odda, og á enn, sein Eyja-Gráni heitir. Hann veiktist eptir sund í j>jórsá og hefur ekki enn náð fullri heilsu aptur. Röskvara hesti hefi jeg aldrei á bak koinið. Ilann er ljósgrár, fremur smár, en vel vaxinn og knálegur, hesta sterkastur og fimastur í fótum. fegar hann veiktist í fótum og jeg reið honum, var það nokkrum sinnum að hann datt með mig, svo jeg varð skyndilega undir honum. En aldrei meiddi hann mig, heldur var því líkast, sem sæng eða svæfli væri kastað yfir mig, svo Ijettan gjörði hann sig. Einusinni hraut jeg af honum og festist í báðum ístöðunum og hjekk svo með höfuðið niður. En í sama bili stóð Gráni grafkyr og beið góðan tíina meðan jeg var að vega mig upp og losa inig. Einu sinni reið jeg honum yfir Lágaskarð einum í ofviðri miklu í fangið og var ill færð. j>að var á vordegi. Jeg hleypti frá fylgdar-manni mínum og ljet hest minn ráða, en hann þuldi mikinn hluta heiðarinnar ofan að Kolviðar- hóli í spretti. Undraðist jeg loksins og steig af baki. Greip hann þá óðara í gras og sást varla draga nös. j>á var hann sjö vetra gamall. Hestur þessi l

x

Dýravinurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dýravinurinn
https://timarit.is/publication/430

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.