Dýravinurinn - 01.01.1891, Blaðsíða 8
8
Hestavinirnir.
inhverju sinni kora jeg gestur á bæ; J>að gildir einu
hvar það var; mennirnir eru þeir sömu hvar sein það
hefur verið.
Mjer var þar vel tekið og boðið inn í stofu.
J>ar voru fyrir tveir menn inni; það var hós-
bóndinn og gestur hans, seni komið hafði fyrri um daginn.
J>eir voru ölhreifir vel; gesturinn hafði verið
kendur þegar hann kom, og svo bætt á sig hjá búanda.
|>eir voru alúðarvinir, enn talsvert langt var á milli þeirra, svo að þeir hittust
ekki nema endrum og sinnum.
J>eir voru í óða önnum að tala um hesta þegar jeg kom inn; það var
auðheyrt að þeir voru hestavinir miklir, og fórust þeim svo orð, sem það væri
þeirra einkayndi og ánægja að tala um hesta.
Jeg er enginn hestamaður; það er öllu til skila haldið að jeg þekki
reiðhestinn minn, ef Iiann er ekki eitthvað hjáleitur á lit. Enn samt þykir mjer
svo vænt um hestinn minn, að jeg tími aldrei að ríða honuin hart framar cnn
honum sýnist sjálfum, og gjöri því alla hesta lata.
Jeg var því, sem nærri má geta, heldur daufur sem þriðji maður í sam-
talinu; jeg var báðum lítt kunnugur, sízt hóssbónda; hinum hafði jeg dálítið
kynnzt á ferðum.
Enn jeg hlustaði á samtal þeirra; það var lengi vel svo, að mjcr fannst,
þeir vera sannir hestavinir; enn það fór alt út um þúfur, við einn kafla í við-
ræðu þeirra; hann var hjer um bil á þessa leið:
„Já, enn eitt skal jeg segja þjer, lagsmaður“, sagði Grímur — svo hjet
komumaður, „mikið fjandalega var jeg svikinn á hesti, sem jeg keypti í fyrra að
honum Birni í Lóni; það er sú versta útreið, sem jeg heíi orðið íyrir í öllu
mínu hestabralli“.
„Jæja? var það sá gráskjótti?“
„Nei, jeg hefi aldrei sjeð eptir kaupunum á honum, jeg átti hann aldrei
nema hálfan mánuð og græddi á honum 60 krónur; jeg gat nú svikið hann út
enn betur enn hann var svikinn inn á mig; nci, jeg átti við þann jarpskjótta
sem jeg keypti í fyrra vor af honum Jóni á Dröngum“.
„So ? sem þú varst lijerna á í fyrra?“
;,jú“.