Dýravinurinn - 01.01.1891, Blaðsíða 9
9
„Mig minnir það væri laglegasti foli; rækalli bar hann fallega fótinn
austur ár tröðunum“.
„Já, jeg narraðist nú á þvf líka; jeg hitti Jón á þessum fola fyrir
sunnan heiði og varð honum samferða á honum austur af og dálítið lengra; mjer
leizt svo vel á hann; hann var svo pipur og spilandi undir karlinum, og hvernig
sem hann hleypti honum í krappa mónum fyrir neðan Mosabrekkurnar, þá hnaut
hann aldrei. Iíann hringaði makkann svo fallega, augun voru svo snarleg og
fjörleg, að jeg þóttist viss um að þarna væri hestefni í lagi“.
„Var hann gamall?“
„Sex vetra, sagði hann; jeg fór svo að slá upp á því við hann að láta
inig fá folann, enn það var auðsjeð að hann tímdi ekki að láta hann; og svona
vorum við að rabba yfir heiðina; jeg kom honum á bak og fjell afbragðs vel
við hann; Karl var lengi tregur, enn svo fór samt að jeg hafði hann með því
móti, að jeg hampaði framan í hann 200 kr., þær riðu baggamuninn, því að
karlinum lá á þeim; svo setti jeg heim með þann skjótta, enn hann fór heim á
einni bykkju, sem hann hafði meðferðis.“
„Reyndist. þjer hann þá ekki vel í fyrra sumar, mig minnir ekki betur
enn þú Ijetir vel yílr honum þegar þú komst hjerna.“
„Jæjújú, jeg fann aldrei neitt á honum og fannst hann vera heldur dug-
legur hestur. Enn svo reið jeg suður í fyrra haust, stuttu eptir rjettirnar — ja,
það mun hafa verið komið undir veturnætur, jeg var þar eitthvað þrjá daga um
kyrt, eins og jeg gjöri optast, því að jeg á þar marga kunningja, og það vill
stundum svona skrafast af, eins og þjer er nú kunnugt; enn nokkuð var það, að
þegar jeg komst af stað úr Vfkinni, þá, var komið fram undir hádegi eða um það
bil. Gunnar á Brúnum var með mjer, og hafði þann jarpa sinn. sem þú þekkir;
hann er fílefldur og margalinn rækalli, og jeg held það sje ómögulegt að drepa
hann. Enn hvað sem því líður nú, þá voruin við báðir einhesta; jeg hafði reynd-
ar haft þann gráskjótta ineð, sem við minntumst á áðan, enn mjer hafði boðizt
gott færi til að koma honum af mjer í ferðinni, svo jeg notaði mjer það eins og
þú getur nærri. Svona var það nú; við vorum svona góðglaðir, og jeg sló svona
upp á því við Gunnar að við skyldum nú reyna þolrifin í þeim klárunum, og ríða
heim í kvöld. J>ú veizt nú svona hjer um bil hvað það er langt — fullur hálfur
þriðji lestamanna áfangi um hásumarið. Hann tók vel í þetta, karlinn, og við
bundum þetta fastmæluin í einni Sjerrýflösku hjá kunningja okkar þar syðra. Svo
riðum við af stað mig minnir eitthvað kl. rúmlega tólf; við riðum svona þjettan
fyrst lengi vel; en svo óheppilega vildi nú til, að það hafði verið brakandi frost
um nóttina og daginn áður og svo var eins þenna daginn; það var komið töluvert
hörzl, svo að hestarnir svitnuðu fjarskan allan; enn það var þeim nú ekki nema
til heilsubótar; þeir svengdust þá og ljettust fyrri og þoldu betur þjarkið; sá
jarpskjótti var akspikaður enn mæddist samt ekki; enn þegar leið undir kvöldið,
þá fórum við nú að herða á; jeg er nú ekki frá því að við höfum riðið heldur
hart, enn við höfðuin ineð okkur tvær rommflöskur, og ef satt skal segja, þá