Dýravinurinn - 01.01.1891, Blaðsíða 10

Dýravinurinn - 01.01.1891, Blaðsíða 10
10 ímynda jeg rnjer nó kannske að við hefðum ekki riðið svo gapalega annars. Enn það eru iíka bannsettar bykkjur sem ekki þola að þeirn sje riðið svona einn dag, eða svo, án þess að drepast eða uppgefast“. „J>ví ætli það sje ekki, enn öllu má ofbjóða“. „það veit jeg — enn er það að ofbjóða — er það nokkur skepna, setn ekki þolir annað eins og það. Svona riðum við þangað til við komum að Ferju; þá var farið að rökkva, hestarnir eins og dregnir af sundi, enn skrattakornið þeir voru móðir til muna. Við átturn eptir, eins og þó kannast við, góðan þriðjung epfir heirn, og heirntuðum þessvegna ferjuna strax; Gísli ferjumaður Ijet sem það væri illferjandi, það væri komið svo mikið ísskrið í ána, enn það var ekkert annað enn kenjar ór honum, það sáum við þegar korn ofan að ánni; það var lítið sern ekkert krap í henni þar sem dró í lygnur við löndin, en eptir henni miðri veltist grængolandi krapakólga, en það var auðheyrt á straumhljóðinu að það var ekkert orðið hart eða sarnfrosta, svo að það var allrablessaðasti flutningur á ánni, og ekkert að synda yfir ána, þó að sundið væri nokkuð langt; við rákum hestana ótí, og jeg sá strax að sá skjótti greip ekki sundið eins íljótt eins og jeg bjóst við, svo að jeg sagði svona við Gunnar: „Ætli hann sje orðinn uppgefmn fola- fjandinn?“ Enn í því fór hann að synda, svo að karl hjelt hann væri bara að þessu af kenjum; svo svntu þeir áfrarn, og flæktust töluvert ofan eptir krapa- strengnum, enn höfðu sig þó yfir ór honum, og svo að landi; enn æði miklu kom sá skjótti seinna upp ór enn Jarpur, og hrakti miklu meira; enn það írnyndaði jeg mjer að kærni af því að hann væri óvanari; svo komum við að landi í ferju- skarðið, og við sendum Gísla eptir hestunum, meðan við vorum að dóta okkur til, og fá okkur hressingu, þvf að hann var rækalli kaldur og farið að dimma. En þegar okkur fór að lengja eptir Gísli, fórum við að finna hann; þá var hann bóinn að leggja við þann jarpa, og bar ekkert á honum, enn hann var bara bóinn að korna beizlinu upp í þann skjótta, enn gat ómögulega komið honum ór sporunum. Jeg fór svo til hans, og leizt mjer ekki á; Skjóni stóð í keng og skalf og nötraði á beinunum, og hálfblóðug froða vall ót ór kjaptinum á honum; jeg tók svo strax ót ór honurn beizlið, og hjelt hann hefði stirðnað bara svona, og fór að strjóka hann urn hálsinn og niður, enn þá datt hann niður, og drapst þarna í höndunum á okkur, rjett að segja strax; það var ekki þol að tarna; nei, jeg hefi aldrei á æfi rninni verið svikinn eins hroðalega á nokkururn lresti eins og honum“. Svo var sagarr af Skjóna á enda; ekki eitt einasta aumkunarorð með þessum píslarvotti hestaníðslunnar á Islandi; það var eins og þess eins væri vert að geta, að hann var ekki skapaður ór stáli, og var ekki ódrepandi hvað mikla hörku og miskunnarlausa grimmd sem eigandi hans beitti við liann í hugsunarleysi og mikilmennsku; eða verður annað grimmilegra gjört við hest, enn að setja liann löðursveittan á sund í krapabólgið jökulvatn? Jeg var bóinn að fá nóg af sarntali þeirra hestavinanna, kvaddi sem hraðast og fór. J. J.

x

Dýravinurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dýravinurinn
https://timarit.is/publication/430

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.