Dýravinurinn - 01.01.1891, Page 13

Dýravinurinn - 01.01.1891, Page 13
13 *Lappi. ■ nálægt 60 árum síðan bjó Hrólfur bóndi (Sveinsson?) á Grjóteyri í ndakíl, og var hjá honum vinnumaður, er Zakkarías hjet. Eitt sinn ir svo við, seint á degi, skömmu fyrir jólin, að maður koin að Grjóteyri, utan fyrir Hafnarskóg og ætlaði inn á bæi. Lopt var dimmt og fskyggi- legt, og var manninum boðin næturgisting, en það þáði hann ekki, en bað bónda um fylgd inn að Árdal, næsta bæ við Grjóteyri. Hrólfur ijeði honum vinnumann sinn, Zakkarías, og iagði svo fyrir hann, að hann skyldi ekki standa lengi viö. Vinnumaður átti hund, er Lappi hjet og kallaði á hann, er þeir fóru, en hundurinn vildi ekki fara; þó fór hann út skömmu síðar og hjelt hægt á eptir þeim. Nú komu vökulok, og var vinnumaður þá ókominn aptur; var þá kominn kafalds- mugga, og töldu menn víst, að Zakkarías' hefði sezt að í Árdal um nóttina. Síðla nætur vaknaði einhver í baðstofunni við það, að hundur ýlfraði við gluggann og klóraði í hann; þóttist sá, er vaknaði, þekkja hljóð hunds þess, er fylgdi vinnumann- inum, fór þegar á fætur og var Lappi þar kominn, og vildi ekki inn fara, en stökk smáurrandi frá bænum; var bænum þá aptur lokað, en seppi fór eigi inn, Um morguninn var farið inn að Árdal og spurt eptir vinnumanni; hafði hann farið þaðan strax aptur um kvöldið, heimleiðis. För sáust engin, því snjóað hafði alla nóttina; var þá búizt til leitar og hundurinn hafður með; stökk hann þegar af stað frá bænum, á undan leitarmönnum, út í skóginn, og var honuin veitt eptirför, því annað vildi hann ekki fara, þótt á hann væri kallað í aðra átt; hjelt hann svo leið sína út á mela þá, er nefnast Háu melar, við Hafnarskóg; þar staðnæmdist hann, en þegar þar var komið, lá maðurinn þar dauður, illa til reika, og sáust þar för mikil í snjónum. Maðurinn hafði vilist fram hjá bæ sín- um um nottina. jón Borgfirðingur. „Randy“, hundur Stanleys. TTeNRY M. STANLEY, Afríku-farinn frægi, hafði með sjer á síðustu ferð sinni um suðurálluna hund einn, er hann nefndi Randy. Hundur þessi varð að þola margar raunir ineð húsbónda sínum og fjelögum hans. Hann var mjög elskur að Stanley og gætti hans svo vel, að liann gjörði honum jafnan vart við ef ein- liver af fylgdarmönnunum nálgaðist. foringja þeirra., Á langferð einni, er Stanley fór, til þess að leita að fjelaga sínum Bartelot og liðsmönnum hans, vildi hann hlífa Randy við ferðavolkinu, Ijet hann því vera eptir og fól hann Stairs, fylgdarmanni sínum, til gæzlu. En hræið gat ekki skilið að þetta var gjört af góðum hug. f»egar er Randy sá að Stanley var á brott, farinn, bar hann sig mjög hörmulega og vildi einskis neyta upp frá því. Ilundurinn dó á þriðja degi eptir burtför Stanleys af „hjartasorg".

x

Dýravinurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dýravinurinn
https://timarit.is/publication/430

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.