Dýravinurinn - 01.01.1891, Side 16
16
Um hesta.
JaRPUR föður míns, sem hann hafði lengi til reiðar, var mesti stólpa gripur,
en enginn kosta hestur eða gæðingur. I>egar byljir komu uppá, haust eða
vor, var hann vanur að ganga heim í hús, og þó það væri læst með keng og
loku, var hann vanur að draga úr lokuna með tönnunum. Jarpur var mesta
þægðar skepna þegar beizlið var komið við hann, en annars vegar var hann styggur
og slægur og ákaflega stroksainur. J>egar hann var lokaður inni á bæjum, beitti
hann list sinni til að kornast út, og fór hann fyrst að með lagi, rej'ndi að setja
hurðina af hjörunum ineð því að fara undir hana með framfót-unum. En gæti
hann ekki ýtt henni upp með lagi, og án þess að brjóta, eða dregið út hurðar-
krókana með framtönnunum, þá rann honurn í skap, og þá lamdi hann og braut
með framfótunum allt hvað fyrir varð. J>að var eitt haust, eptir rjettir, að smalað
var saman mörgum hestum úr sveitinni, til láns, til þess að fara með þá í kaup-
staðinn eptir timbri. Til þess að hafa hestana alla vísa snemma morguninn eptir.
eða seinni hluta nætur, voru þeir allir rjettaðir og Jarpur með þeim. Ramgjörð
grind og umbúnaður var í rjettardyrunum og lás var settur fyrir grindina og
gengið svo frá, að húskarlar ætluðust til að ekkert skyldi bila. Nú var útlit fyrir
að umbúnaðurinn mundi halda jafnvel gamla Jarp, eins og Gleipnir Loka. En
hversu brá ekki ferðamönnum í brún, er þeir ætluðu að taka hestana um nóttina
og fundu rjettina tóma en grindina inn í iniðri rjettinni. pegar bjart var orðið,
urðu menn þess varir af vegsummerkjunum, að hesturinn hafði gjört margar til-
raunir til þess að ná upp dyrunum, en þegar ekkert dugði og grindin var of sterk
til þess að hann gæti brotið hana, hafði hann smeygt hausnum, með mesta lagi,
milli rimanna og dregið svo að sjer og tekið svo fast á að hann rjetti upp
krókana í dyrastafnuin, og var það býsíia mikil aflraun, en ekki þurfti ininna lag
til þess að koma grindinni aptur fram af hausnum, og á því furðaði alla, en engan
furðaði á því að klárinn var bólginn nokkuð aptan á kjálkunum eptir þetta átak.
AUÐBLESA föður míns sál. var allt öðruvísi háttað en Jarp; hann var mesta
þægðar skepna og tryggða tröll. Aldrei þurfti að binda hann í hlaði; því
þegar við hann var komið beizlið og hnakkurinn lagður á hann, stóð hann og
beið þangað til honum var farið á bak. Faðir minn var mjög fljótur að sofna
og^eins fljótur að vakna aptur. Meðan hann ljet hestinn blása dálítið mæðinni,
er hann var á ferð, lagði hann sig opt útaf og sofnaði, hann mátti vera óhræddur
um Blesa, hann fór ekki frá honum, heldur var að bíta í kringnm hann. Ef