Dýravinurinn - 01.01.1891, Blaðsíða 19
19
átti Rauð lífið að þakka. f>að var um góukomu 1866. Jeg þjðnaði Mosfelli,
milli presta, og fór á sunnudaginn til messugjörðar frá Móum upp að Mosfelli,
en enginn maður kom til kirkju nema Halidór í J>ormóðsdal, sem vitjaði mín til
að þjónusta Jón gamla föður lians. |>egar jeg hafði lokið þessu emhættisverki,
fór jeg heimleiðis, og fylgdi Halldór mjer að Leirvogstungu og fjekk Gísla hrepp-
stjóra til að fylgja mjer að Mógilsá. |>að hal'ði verið útsynnings jeljagangur uin
daginn, en þegar við Gísii vorum koinnir ofan úr klifinu við botninn á Kollafirði,
virtist veðrið vera að ganga til batnaðar, því það gjörði blæja logn. Gísli skildi
þar við mig, og ætlaði jeg að ríða beint. ylir að Mógilsá, fyrir fjarðarbotninn.
Jeg var ekki kominn steinsnar frá klifinu, þegar komið var ösku rok og blindbylur.
Fyrst var veðrið á útsunnan, en á einu vetfangi var hann búinn að snúa sjer í
norður. Rauður þaut áfram í veðrið, og jeg sá það hyggilegast að láta hann
ráða, enda var hann á svipstundu kominn að bæjardyrunum í Kollafirði; þar var
jeg tvær nætur, en Gísli lá úti og komst með nauinindum, nær dauða enn lífi,
daginn eptir að Helgafelli; vildi honum til lífs, að hann komst undir klett, við
Leirvogsá og hafði þar nokkurt afdrep um nóttina. Að Rauður fór heldur heim
að Kollafirði en að Mógilsá, kom vissulega ekki af því, að hann ekki rataði betur
enn svo, heldur af því að hann var þar kunnugri.
ROSSAVÍKUR-BRÚN kölluðu menn hest, sem Guðmundur ríki Pálsson í Iíross-
avík átti og hjelt mjög mikið af, enda var hann mesti og helsti gæðingur á
Austurlandi í þeirri tíð. Hann var styggur, en Guðmundur gjörði hann svo elskan
að sjer, að han gat tekið liann hvar sem hann var. Guðmundi fór að leiðast að
þurfa að sækja hestinn ávallt sjálíur; hann vandi því hestinn á að leyfa að taka
sig, þegar hann sá beizli sýslumanns, sem eflaust hefur verið einkennilegur fyrirtaks
gripur. Um Brún er þessi saga sögð af þeim mönnuin, sem vel voru kunnugir.
Guðmundur sýslumaður kom heim úr kaupstað seint á nóttu um sumar
og hafði gleymt að taka beizli sitt, eins og hann endranær var vanur, og læsa
niður í kistu, sein stóð fyrir framan stofudyr hans, en lagt beizlið á kistuna
áður en hann fór til svefns. Smaladrengur sýslumanns kom á fætur fyrir iniðjan
inorgun, og fór að grennslast eptir hvort sýslumaður væri heim kominn; sjer hann
þá beizlið á kistunni, og hugsar nú gott til að ná Brún og ríða honum kringum
ærnar. Brúnn stendur kyr, er hann sjer beizlið og strákur fer á bak, en Brúnn
kann ekki við það að farið sje að ríða sjer úr haganuin burt frá bænum, snýr
heiin á leið og eys og hristir sig, þangað til strákur hrekkur af honum, hleypur
svo með beizlið á makkanum heim að stofugluggum sýslumanns og ólmast þar að
hneggja, þangað til sýslumaður vaknar og fer út, og tekur af honum beizlið. Sagt
er að sýslumaður hafi aldrei gleymt að læsa niður beizli sitt eptir það, og strák-
ur aldroi reynt að ríða Brún í smalamennsku.