Dýravinurinn - 01.01.1891, Page 20

Dýravinurinn - 01.01.1891, Page 20
* 20 i siðasta hepti Dýravinarins er sagt frá hestunum Hrepp og Stjóra, er unnu hvor öðrum svo mjög að þeir voru óaðskiljanlegir. Víðivalla-Refur og Geitdals-Jarpur sýndu ekki minni grimmd og hatur að sínu leyti hvor við annan. |>að voru tveir graðhestar, sem hittust í Eskifjarðarkaupstað og bitust og börðust þangað til þeir voru skildir. Eptir að komið var heim með þá, tíndust þeir báðir, og höfðu farið að leita hvor annan uppi, og fundust á Hallormstaða hálsi. Engin vitni voru að einvígi þeirra, en Jarpur fannst rifinn á hol en Refur fannst skömmu síðar rekinn upp úr Keldá. Hann var mjög illa útleikinn, og ineð því að áin var úr leið hans, þóttust men vita að hann hefði eptir viðureignina við Jarp, annaðhvort af kvölum eða grimmdar móð, eins og Guðrún Gjúkadóttir, gengið út í ána, til að drekkja sjer, en sá var munurinn, að sjórinn tók ekki við Guðrúnu, en áin hirti Ref. Jón Guttormsson. Jóns-Svartur. I óns-Svartur var íorustusauður einn kallaður, er drengur átti, er Jón hjet, og ^ hefur hann sjálfur sagt injer þessa sögu af sjer og Svart. pegar Jón var 14 eða 15 vetra, átti hann að standa hjá sauðuin föður síns úti um veturinn. Einn morgun, öndverðan vetur, var stillt veður og frostlítið, er Jón hleypti út sauð- unum, en eptir venju fer hann inn og leitar í báðum krónum, hvort enginn sauður liggi eptir inni; fmnur hann þá Svart, í annari krónni, inn við stafn og rekur hann á fætur, en hann fer kringum garðann inn að stafni í hinni krónni. Dregur Jón hann þá út, en endranær var sauðurinn vanur að liggja fram við dyr og fara íyrstur út. Jón rekur sauðina í haga og er í þungu skapi til Svarts. J>egar kemur frain undir hádegi, fer veðrið að kólna og hvessa og Svartur vill l'ara að draga sig heim, en Jón var íjarri því að vilja láta það eptir honum, og rak hann hvað eptir annað inn í hópinn. Ekki leið samt á löngu úr því, áður enn kominn var blindbylur og ofsa rok. Sauðina ætlaði að hrekja undan veðrinu og Jón átti nóg með að halda þeirn í hóp. J>egar veðrið var rokið á, varð faðir Jóns hræddur urn hann og fór að fjár- húsinu; finnur hann þar Svart ineð nok.kra af elztu sauðunum. J>egar Svartur sjer manninn, er eins og hann viti að hann eigi ineira að gjöra, því liann snýr frá húsinn í áttina til sauðamm, sem Jón stóð yfir og neinur ekki staðar fyr en hjá þeim. Af því faðir Jóns hafði góðan hund og sauðurinn var svo öruggur komu þeir fjárhópnum heim í hús fyrir rökkur, en þó með nauminduin. En Jón hjelt meira upp á Svart eptir en áður og streyttist aldrei framar við að draga hann út úr húsinu þó hann lægi eptir einn í horni, og rak sauðina jafnvel aldrei langt frá húsi þegar Svartur lá eptir inni, því honum reyndist, að þá daga versn- aði veður, er á daginn leið. —---------""...... -§-= Jón Guttormsson.

x

Dýravinurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dýravinurinn
https://timarit.is/publication/430

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.