Dýravinurinn - 01.01.1891, Side 21
Kindurnar og tóan.
óan er skæðasti óvinur sauðkindanna, eins og vjer vitum,
og árlega skiptir hundruðum fjöldi þess fjár á voru landi,
sem henni verður að bráð. Tæfa læðist eptir giljum
og skorningum eða felur sig bak við stóra steina, þangað
til hón kemst í færi; þá ræðst hún að sem örskot og
bítur optast utan um snoppuna. Optast er þá úti uin
kindurnar, en þó eru líka dæmi hins, að þær slíta sig
lausar, meira eða minna bitnar og blóðugar (,,dýrbitnar“).
Og það eru lfka meira að segja nokkur dæmi þess, að kindurnar hafi ráðið tóunni
bana, en einkuin eru það forustusauðir og hrútar. — Forustusauðir sleppa opt á
afrjettir í ullinni á vorin, og hleypur þá gamla reyfið að sumrinu í þófabendil,
sem hvorki vargs klær nje tennur komast inn úr. j>að er sagt um flciri enn einn
forrustusauð, sem sloppið hefur í reyfinu, að hann liafi komið að um liaustið með
dauða tóu-hvolpa fasta í ullinni. ílinn hef jeg heyrt getið um,.sem kom tneð
tvo hvolpa. Svo segja þeir, sem þykjast sjeð hafa, að þegar hvolparnir hafa fest
sig í ullinni, þá stökkvi sauðirnir út í ár eða vötn og drekki þeim þannig.
Um viðureign hrúta og tóu hef jeg heyrt tvær sögur, sem fullhermt er
að sjeu sannar. .— A Húsafelli í Borgarfirði banaði hrútur tóu á þann hátt, að
tóa hjelt sig undir steini og ætlaði að ráðast á hrútinn þegar færi gæfist, en hann
varð fyrri til og renndi á hana og inart^-i hana tii dauða upp við steininn. —
A öðrum bæ, sat drcngur yfir fje, upp á hálsi; sá hann þá hrúta tvo, er voru að
bfta á sljettri grund, nokkuð frá honum. Tóa kom þar að og var mjög hægförul
og var að vappa á milli þeirra og kringum þá á grundinni; mjög skannnt var á
inilli hrútanna; nú nemur tóa stað og hugsar sjer til hreifings en þykir þó bekrar
ekki vel árennilegir, svo hik kemur á hana; en hrússar hikuðu sjer ekki, og
renndu að henni og það svo jafnsneinma að hún varð á milli horna þeirra og
lagðist saman og lauk svo æfi hennar.
En þó forustusauöir og hrútar sjeu sterkari og knáari til sókna enn
ærnar, þá kemur það þó einnig fyrir að þær bana tæfu, þegar hún sækir að
lömbunuin þeirra, og sjezt þar, sem optar, hverju inóðurástin fær á orkað. j>að
var á einum bæ í Bárðardal að smalamaður gekk að lje, sem vandi hans var til.
j*að var á sauðburði. I ánum var, meðal annara, ær ein, væn og hörð og var hún
borin fyrir nokkru. J>egar smalamaður er að skygnast að fjenu, sjer hann hvar
BSurtla“ stendur og er mjög döpur í bragði, og er hann gætir betur að, sjer hann
að hún stendur yfir Iambi sínu dauða, en hjá því lá dauð tóa. Tæfa hafði drepið
lambið hennar og verið að drekka úr því blóðið; þá sjón hafði „Surtla“ eigi
staðizt, rennt á hana og brotið á henni hausinn.
E.