Dýravinurinn - 01.01.1891, Síða 24

Dýravinurinn - 01.01.1891, Síða 24
24 næstur fleiðarendanum, að jeg fór snennna um morgna og var þá bóinn að ná dýri, þegar hinir byrjuðu veiðina. Svo hætti jeg og fór heim ineð mína veiði, og svo til að sinna heimastörfum. Eitt sinn tókst honum seinna enn vant vor að draga upp dýrahópinn, svo jeg var vonlaus um að hann hefði nokkuð ór bítum; allt hvarf upp á Heið- arenda. Jeg var ætíð vanur að standa kyr þangað til jeg heyrði hann gelta, því þá mátti jeg vera viss um að hann var búinn að ná dýri; stóð jeg nú nokkuð lengi og hlusta, en heyri ekkert, fer sfðan heim, og er seppi ekki kominn. Jeg bfð svo nokkuð lengi og hugsa hann komi þá og þegar, en þetta brást, svo mjer fór ekki að lítast á hleyp því al' stað og annar maður með mjer vestur á heiði, þangað sein leið dýranna lá vanalega, þegar þau mættu styggð. Viö fundum þar jafnmörg dýraför eins og dýr þau voru, sem jeg sigaði á; injer varð nú hálfbilt við, og hjelt jeg væri búinn að missa seppa. Svo gengum við dýraslóðina til baka, unz við funduin aukaslóð eptir eitt dýrið, sem hafði slangrað sjer, enn svo farið saman við þau, sein að neðan komu. j>á þóttist jeg sjá að eitt dýrið mundi vanta, en jeg gat hvorki sjeð neitt eða heyrt og með því dagur var að kvöldi kominn hjelt jeg heimleiðis, en rjett f því jeg ætla að steypa mjer ofan af fjallsbrúninni fyrir ofan bæinn lieyri jeg til seppa og hleyp á hljóðið. Hann situr þá yfir dýri í Víðirklauf, svo kallaðri, í Giljalandi norðanmegin Heiðarenda. þarna hafði hann setið yfir því allan daginn og var þá oröinn bæði hás og stirður; þó gleyindi hann ekki að grípa í hælinn er það lagði á flótta, þegar þaö sá mig. Glói tók 15 dýr á æfi sinni. Bezt kom injer þó sú list Glóa, að liann var frábærlega vegvís. J>að bar við opt, þegar jeg þurfti yfir fjöll að sækja á vetrardag, t. d. Smjörvatnsheiði, að brast í glórulausan bil. j>áj þurfti jeg ekki annað enn vísa seppa að fara á undan og hljóp svo, sem l'ætur toguðu, á eptir og komst þannig ætfð rjetta leið til bæja. Eitt sinn lögðum við þrír samferðamenn upp úr Seyðisfirði og fórum Fjarðarheiði. Annar samferðamaður minn hjet Bjarni, hafði stundum verið á duggum, vanizt þar kompás, kunni að nefna áttirnar á dönsku o. s. frv. Veður var nokkuð drungalegt og talsverð ófærð; saint höfum við bjart upp á heiöina, og lætur Bjarni það nú ekki á vanta að upplýsa okkur um áttirnar á því máli, sem honum þótti meira til koma, og gaf okkur fullkomlega í skyn, hvað hann var okkar vitrastur; svo smáspillist veður, en Bjarni segir hvert stefna skuli, þar til jeg hef orð á því, að Glói ininn vilji fara aðra stefnu. Bjarna þykir það hart, ef meira mark eigi að taka á hundi enn manni og læt jeg svo undan nokkra stund, þar til okkur kemur öllum saman um, að við sjeum komnir afvega. þóttist jeg þá sjá að ekki mundi liafa ver farið, þó hundurinn heföi l'engið að ráða. Svo vísaði jeg seppa á stað, og fórum við eptir, og náðum aðeins óskemmdir að j>rándarstöðuin í Eyðaþinghá um kvöldið, og cr ómögulegt að segja hvað mikinn skaða við hefðum beðið, ef við hefðum legið úti, því frost var mikið, ef skepnan hefði ekki þannig reynzt okkur hyggnari. Beuedikt Sigurðsson.

x

Dýravinurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dýravinurinn
https://timarit.is/publication/430

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.