Dýravinurinn - 01.01.1891, Síða 26
26
|g}&/ Kýrin á Hnausum.
r.ri/'jaldan heyrist þess getið að kýr taki tamningu, eða sýni önnur greindar-
v30/ inerki enn að þekkja mjaltakonurnar og baula, ef venju fremur dregst að gefa
Jy þeim. p6 er sönn saga um kó, sem stúlku-krakkar höfðu fyrir reiðskjóta.
Bærinn á Hnausum í þingi er að kalla á umflotinni eyju, og eru kýrnar
á hverjum morgni reknar út og upp f brekkurnar, eða svonefnda Axlarbala, en
til þess þarf að fara yfir svonefnt árfar fyrir ofan hnausana, sem eigi verður
komizt þurrum fótum. í búskapartíð Skaptasens læknis, fundu stúlku-krakkar
upp á því, að sitja á einni kúnni og reka hinar og höfðu vanið beljuna svo, að
hún stansaði alltaf við sömu þúfuna fyrir ofan túngarðinn og beið þess að báðar
stúlkurnar væru koinnar á bak, tölti síðan á eptir hinum kúnum yíir árfarið, sneri
síðan góðlátlega aptur og skilaði þeim af sjer á þurru landi Hnausa megin og
fór svo í hagann.
Sögu þessa sagði stúlka, sem var á Hnausuin hjá Skaptasen.
Þ- B.
Brúnn.
f
bæ þeim, er Kringla heitir, í Grímsnesi, var brúnn hestur, afar stór; var
hann ættaður norðan úr Skagafirði; hestur þessi var optast gæfur og góð-
lyndur, en þegar f hann seig vari liann illur viðureignar, og þótti umfram aðra
hesta að viti, hann var liafður í húsi á vetrum með 5 eða 6 öðrum hestuin og
var látinn standa fremst í hesthúsinu næst dyrunum. Menn tóku eptir því, að
hann fór sturidum inn fyrir hina hestana, og var þá talið vfst að veður raundi
versna næsta dag, og reyndist það jafnan svo; hesturinn vildi þá ekki fara út,
en endra nær var hann vanur að fara út fyrstur þeirra. fegar menn fóru að
taka eptir þessu voru hestarnir látnir vera kyrrir inni, þegar Brúnn vildi ekki út
fara. — Venjulega var gefið f hesthúsið áður enn hestarnir komu heim aptur, og
var því lokað þangað til þeir voru allir komnir að. Einu sinni kom Brúnn
löngu á undan hinum hestunum heim úr haganum, og var stúlka þá að gefa í
hesthúsinu, og hafði hurðina aptur á meðan, en Brúnn vildi komast inn, og gjörði
ýmist að núa hausnum upp við hurðina eða sparka í hana með framfótunum.
þegar stúlkan var búin að gefa fór hún út, en ætlaði ómögulega að geta komið
aptur hesthúsinu, af því Brúnn sótti svo ákaft á að komast inn, þó gat hún það
um síðir, og hljóp þegar burt svo hratt sem hún mátti. J>egar Brúnn sá það
gramdist honum við stúlkuna, hljóp á eptir henni með opinn kjaptinn og ætlaði
að bíta hana, var hann næstum búinn að ná í hana, en þá komst hún upp á
heygarðinn, skildi þar með þeim, en rjett á eptir skall á stórhríð.
Magnús Bjarnason.