Dýravinurinn - 01.01.1891, Síða 28

Dýravinurinn - 01.01.1891, Síða 28
28 Tryggur hundur. ona ein á Frakklandi f bænuin Boulogne sur mer hefur ritað sögu þá, er bjer fer á eptir. Hjer í bænuin er hundur einn mikill og svartur; hann er allan daginn niður við höfnina; ýmist liggur hann eða rjátlar fram og aptur. það er sagt svo að norskur höfðingi einn eigi hann, en hver sem á hann, þá kann hann ekki að meta tryggð og vináttu, því einn góðan veðurdag fór liann ferða sinni og ljet hundinn sinn verða eptir í Boulogne. fað eru liðin 2 ár síðan þetta bar við, en ennþá er hundurinn ekki búinn að gleyma húsbónda sínum. Líklega er hann búinn að missa alla von, en hann híður þó húsbónda síns engu að sfður. Ilann er ávallt á verði, þolinmóður, með þungum huga. Ensku hefðarkonurnar, sem dvelja hjer við böðin á sumrin klappa rakk- anum opt, þegar þær ganga fram hjá honum; hann viðrar sig þó ekkert upp við þær, dinglar ekki rófunni, og það er eins og hann skipti sjer ekkert af atlotuin þeirra. Hann er hjer við höfnina jafnt í regni sem sólskini. En strax þegar reykjarstrokan sjezt upp úr eimskipunum út á hafinu, þá verður hann órólegur. Hann stekkur upp og hleypur sem hvatast fremst frain á bryggjusporðinn og geltir fram á sjóinn. Oldurótið hræðist hann ekki og hafkuldinn fær ekki á liann. Hann jetur og drekkur aðeins það sem hann þarf til þess að Iialda við lífinu. |>að er aðeins þegar gufuskipin koma, að hann verður svona órólegur, því seglskipunum skiptir hann sjer ekkert af. Hann bíður allan daginn, og svo þegar fer að dimma, svo ekki er hægt að sjá skipin í ijarska, þá verður hann órór, það fer um hann hryllingur, sein ekki er liægt að lýsa; hann kveinar og ýlfrar og snýr aptur til bæjarins lúpulegur og hryggur. Jeg veit ekki hvað hundur þessi heitir, en hitt veit jeg að enginn maður hefði getað af borið það, að vonir hans bryggðust þrisvar á dag í tneira enn 7 00 daga.

x

Dýravinurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dýravinurinn
https://timarit.is/publication/430

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.