Dýravinurinn - 01.01.1891, Page 30

Dýravinurinn - 01.01.1891, Page 30
30 Húðarklárinn. (í>ýtt.) ‘'j^jjeg hjerna um daginn horaðan og úttaugaðan liúðarklár, sem gekk fyrir (Fjö stórum og þungum vagni, l'ullum af snjó. Vagnstjórinn sat uppi á vagninum og hafði vaflð um sig ullarteppi og ljet svo höggin ríða á klárnum á báða bóga, allt hvað hann mátti. Klárinn var ákaflega beinaber, en við hvert högg var það eins og húðin kipraði sig fastara saman utan uin rifin. Og skepnan tók á ölluin kröptum, stakk apturfótunum niður í snjóleðjuna og reyndi að koma vagninum af stað, en hann bifaðist ekki. Jeg nam staðar og horfði á skepnuna, og það var eins og jeg finndi undarlegan hitasviða kringuin hjartað; mjer fannst vesalings húðarklárinn vera aumkunarverðastur allra fátæklinga og munaðarleysingja á guðs grænni jörð. Vagnstjórinn hjelt áfratn að lemja skepnuna og æpti upp yfir sig: „Ætlarðu ekki að komast úr sporunum, bölfuð bikkjan. — Jeg skal þá kenna þjer hvernig þú átt að fara að því“. Og svo dundu höggin á klárnum ennþá ákalar enn áður. Klárinn kippti í vagninn svo hann færðist dálít.ið úr stað, en svo hneig hann niður. Menn komu að og reyndu til að reisa klárinn upp aptur, en það var ómögulegt. Menn lyptu undir hann, en hann hneig strax niður aptur. Dýra- læknir einn kom þar að af hendingu, rannsakaði hann vandlega og sagði að hann væri alveg úttaugaður svo það yrði að drepa hann. Manngrúinn, sem hal'ði þyrpst utanum klárinn, hjelt svo burt og vagn- stjórinn fór að sækja slátrarann og þá stóð jeg einn eptir yfir klárnum. Vesalings klárinn, hugsaði jeg, þarna liggur þú yfirgefinn í fönninni, slig- aður af mótlætingum lífsins. f>að er langt síðan þú Ijekst þjer sem folald og gast varla við þig ráðið fyrir fjörinu; strax þegar þú þroskaðist varstu látinn vinna allt hvað þú orkaðir og svo var þjer ekki einu sinni gefið nóg að jeta, og þarna liggur þú nú og bíður dauðans. Skepnan leit framan f mig, vandræðalega og raunalega. Mennirnir geta kvartað yfir hörmuin sínuin og sagt frá bágindum sínutn, en þú, sem hefur verið soltinn þræll alla þína æfi, þú hefur aldrei getað kvartað yfir neinu, hversu flla, sem með þig hefur verið farið. Og svo hafa menn barið þig og lamið og slitið þjer út þangað til þú gast ekki staðið á fótunum. f>að eru allar þakkirnar sem þú hefur fengið. Nú er starfi þínu lokið — og þarna kemur slátrarinn.

x

Dýravinurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dýravinurinn
https://timarit.is/publication/430

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.