Dýravinurinn - 01.01.1891, Blaðsíða 31

Dýravinurinn - 01.01.1891, Blaðsíða 31
31 Drukkinn hundur. yrir nokkrum árum bjó í Lundönaborg verkamaður einn, Jack Godfrey að nafni; hann var kunnur að þvf að taka sjer heldur inikið í staupinu. -jj Hund átti hann, sem fylgdi honum hvert er hann fór, og þá náttúrlega líka á veitingahúsið. Godfrey kenndi hundinum að drekka ýmsa áfenga drykki; var seppa farinn að þykja sopinn góður, og var orðinn því svo vanur að fá eitthvað í staupinu, að hann fjekkst ekki til þess að fara út af gildaskálanuin fyr enn búið var að veita honum eitthvað. Einu sinni sem optar var Jack Godfrey staddur á veitingahúsi með ein- uin af laxmönnum sínum; kom þeim þá saman um það að gjöra seppa ölfaðan; settu þeir fyrir hann sterkan drykk og spöruðu ekkert til. Hundurinn lapti það, sem fyrir hann var sett, og varð svo svínkaðui að hann ætlaði varla að komast heim að húsi því, sem húsbóndi hans bjó í; en þegar hann ætlaði að staulast upp tröppurnar upp að húsdyrunum, þá valt hann örmagna niður aptur, svo reyndi seppi í annað sinn að komast upp tröppurnar, en allt fór á sömu leið. Jack og fjelagi hans horfðu á þetta, þeir voru lítið betur á sig komnir enn hundurinn, en höfðu þó hina mestu skemmtun af því að horfa á ófarir hans. Hundurinn lifði í 5 ár eptir þetta, en hann smakkaði aldrei áfenga drvkki upp frá því; þegar honum voru boðin vínföng, fór hann að urra og gelta, og það bar einnig við að hann beit þann, er hafði vínföng á boðstólum við hann. En Jack Godfrey hjelt áfram að drekka eptir sem áður og dó að lokum fyrir- litlegum drykkjumanna dauðdaga, og hafði seppi þannig reynzt honum mun hyggnari. Saga þessi er sönn; hún hefur verið sögð í margra manna viðurvist af manni, sem var sjónarvottur þeirra viðburða, sein hjer hefur verið sagt frá, maður þessi ljet sjer dæmi hundsins að kenningu verða. M Snati. §vo bar til einu sinni að faðir minn fór frá Saurbæ á Kjalarnesi upp í Borgar- íjörð, til þess að kaupa fje, hann var íluttur yfir Hvalfjörð, og gisti á bæ skammt, fyrir ofan hann; um kvöldið fór hann úr reiðfötum sínum í bæjardyrunum og Jagðist Snati, hundur hans, þegar niður hjá þeim. Dm morguninn gaf hús- móðirin Snata að jeta, en á meðan tók faðir ininn reiðfötin og fór í þau. |>egar Snati var búinn að jeta, fór hann aptur fram í bæjardyrnar og hyggur að reið- fötunum en finnur þau ekki, eins og við var að búast. Svo hljóp hann upp og niður að Hvalfirði og stefndi beint á Saurbæ. Síðan hefur ekkert til hans spurzt. I>egar faðir minn sagði mjer þessa sögu, sagði hann ineðal annars: að hann hefði heldur viljað inissa beztu kindina úr fjárhóp þeim, er hann keypti, heldur enn hundinn. _______________ M. p.

x

Dýravinurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dýravinurinn
https://timarit.is/publication/430

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.