Dýravinurinn - 01.01.1891, Side 32
32
Tík flytur búferlum.
ÍjE^yrir nokkrum árum hjó Stefán Jónsson á Barkarstööum í Húnavatnssýslu og
annar bóndi á Litlabakka í sömu sýslu; nafn hans kann jeg ekki að nefna;
en hann átti Tík, sem var honum fylgisöm, og með því að hann var Stefáni
kunnugur, kom hann opt að Barkarstöðuin, og fylgdi Tíkin honutn þá jafnan.
Líklega hefur verið stunduin þröngt í búi hjá bónda þessum. því að allt
af var Tfkin horuð; en á Barkarstöðum fjekk hún opt fylli sína, þegar hún kom
þangað tneð eigandanuin. Enginn flökkuhundur var hún, og fór hvorki að Barkar-
stöðum nje á aðra bæi til að seðja húngur sitt. Hún hefur eflaust verið of trygg
og fylgisötn eigandanum til þess að fara heiman, nema þegar hann fór.
Einhverju sinni bar svo við, að Tíkin gaut og átti tvo hvelpa. Hún lá
þá kyr og róleg með þá nokkurn tíma. En loks fór svo, að hún sá sjer þar
ekki líf vænt. Ffún lagði þá af stað ineð hvelpana báða og flutti sig búferlum
til Barkarstaða, eða öllu heldur: flutti sig á náðir bóndans þar, sem hún þekkti
áður að góðu. Milli bæjanna er heldur löng bæjarleið. og gekk flutningurinn
fremur greiðlega með því að hún gat ekki flutt nema annan í einu. Hún varð
að flytja þá selllutningi; bar þá í kjaptinum á vfxl; fór kipp korn með hvern
um sig, sótti þá hinn o. s. frv. þangað til hún komst alla leið að Barkarstöðum.
f»ar var henni vel íagnað og var hún þar jafnan síðan. J>rátt fyrir niargar til-
raunir, gat eigandi hennar ekki l'engið hana til að yfirgefa velgjörðamann sinn.
(Sagan sögð af B. B.) J. |>.
Um forustu sauði.
(Eptir Skúla Magnússon landfógeta.)
„ðf eg er vottur að því, að Skagafjarðardala bændur, brúkuðu með rekstrum sínuin
f Hofsós, sem er hjer um bil 2 dagferðir, 2 og 3 forustu sauði, og hvar
sem þeir bentu þeim á Vatnsföllin, fóru þessir strax útí á undan, og þegar kom
á Hofsós bakka, skildu sig sjálfir úr rekstrinum, hvíldu sig þar litla stund, og
gengu fylgðar og inannlausir aptur heim til sín fram í dal, og tveggja daga fresti,
eins og ferðin áfrain varað hafði“. «