Dýravinurinn - 01.01.1891, Blaðsíða 36
36
Um hrekki og skaplyndi hesta.
(þýtt með breytingum.)
L'að ber eigi svo sjaidan við, að hrekkjóttir hestar bíta eða slá inenn tii
JL skemmda. {>etta leiðir opt til þess, að menn annað hvort, selja þá hesta eða
iáta drepa þá, svo að þeir verði eigi fleirum að tjóni.
Hjer liggur næst að spyrja, hvernig skepnurnar geta orðið svona skapillar,
því flestir vita, að dýr eru almennt mjög meinlaus, og að jafnvel villt, dýr sýna
sjaldan meiri vonzku eða ofbeldi, en þörf er á fyrir þau, til þess að geta náð
fæðu sinni. |>essari spurningu verður svarað með því einu, þegar uin hestinn er
að ræða, að slíkur óvani hjá honum er oftast nær afleiðing af vondri eða skeytingar-
lausri meðferð þess manns sem í uppvextinum gætir hestsins. Einstöku sinnuin getur
þó komið fyrir, að einhver sjókdómur í hestinum eða skapvonzka valdi þessu;
það er mjög trúlegt, að dýrum sje Iíkt varið og mönnum, að þau verði óþolinmóð
eða skapvond við þá, sem umgangast þau, ef þau þjást af einhverri veiki, en
hjer er opt mjög erfitt að vita orsakirnar. Fæstum dettur í hug, að nokkuð ami
að hestinum, þegar hann hefur nokkurnveginn matarlyst, og kveinkar sjer ekki við
brfikun, er í góðum holdum, og hefur fallegt, háralag, en eins og maðurinn getur
opt þjáðst af alvarlegum sjúkdómi, þótt hann sýnist hraustur, eins getur því og
verið varið með hestinn. Hann vantar málið, og getur þvf ekki kvartað um,
þótt hann finni eitthvað til.
Vanalegast verða hestar illir og hrekkjóttir af því, að þeim hefur verið
strítt, ungum, eða það hefur verið leikið <10 þá í hugsunarleysi. þegar látið er
vel að folaldi með því að klappa því og klóra, þá er mjög vanalegt, að það vilji
kljást við þann, sem gjörir það eða narta ineð flipanum og tönnunuin í föt hans.
Ef folaldinu er svo er leyft þetta, eða jafnvel ýtt undir það með því að gefa
því brauðbita. sykurmola eða annað góðgæti, þá heldur það að líkindum ósjálfrátt,
að þetta eigi svona að vera, og heldur því áfram; verður það þá stundum svo
frekt, að hinum, sem í hlut á, þykir opt gamanið fara að grána. Ef þessum
gælulátum úr folaldinu er svo svarað með höggi eða einhverjuin slíkum hrekk,
eins og opt ber við, þá er folaldinu ineð því gefin ástæða til þess að glepsa í
menn, og seinna kemst þetta svo í vana, að það fer að bíta.