Dýravinurinn - 01.01.1891, Síða 37
37
Hvernig þessum tilfinningum dýrsins er varið, eða hvernig löngunin til
að bíta verður afleiðing af leiknum, um það er erfitt að dæma. Að líkindum
orsakast það þannig, að hesturinn vill af gömlum vana snerta þann, sem kemur
nærri honurn, með tönnum eða flipa. Um leið man hann eptir því að liann hefur
áður verið barinn fyrir það, kippir hann því höfðinu aptur, og bítur við það nokkuð
fastar enn hann annars hefði gjört. j>egar þannig hefur gengið uin hríð og hest-
urinn hefur verið barinn optar, ef til vill af sama manninum, kemur fram hjá
honuin hefndargirni, og venst hann þá á að bíta, fyrst einhvern vissan mann, og þvf
næst alla, sem koma í nánd við hann, einkum ef hann mætir hrekkjum hjá fleirum.
Óvani hjá hestum, sem slá og bíta, fer injög í vöxt við það, að þeiin
er hegnt órjettiátt og óskynsamlega. f>að verður að fara vel að öllum dýrum og
einkum að hestum; þó er nauðsynlegt að refsa hestinum skynsainlega til þess að
láta hann skilja að athæfi hans sje eigi eins og það á að vera, en varlega og
mannúðlega verður að fara að þessu. Ekki iná heldur refsa hestinum mörgum dög-
um eptir að honutn varð eitthvað á, hann gjörir sjer þá enga grein fyrir orsökum
og afleiðingum, en fyllist hefndargirni til þess, sem misþyrmir honum.
Annar óvani hjá hestum er sá, að þeir slá aptur undan sjer, og geta
þannig opt meitt menn meira eða ininna. Opt eru þetta þó ekki hrekkir, en
getur komið af hræðslu eða óþoiinmæði. pannig getur það opt, borið við. að
hestur, sem stendur á stalli, slær, ef maður kemur allt í einu aptan að honum,
og það þótt, hesturinn þekki hann. f>etta er eðlilegt. Hesturinn vill rífa í sig
heyið, og hafa matfrið á meðan. pegar svo er snögglega koinið aptan að honum,
verður honum hverft, við, og allt, í einu ýfast upp lijá honum endunninningar um
það, að við líkt tækifæri áður hefur heyið, verið tekið frá honuni, og hann teymdur
út til brúkunar. Hjer er það því að eins hræðsla, sem kemur hestinum til að slá.
Margir hestar verða hrekkjóttir við tainninguna, hvort. heldur á að
temja þá til reiðar eða, áburðar. |>að er mjög eðlilegt að l'oli, scm á að læra
ýmislegt, af þvf sem seinna verður heimtað af honum, geti eigi skilið í hvert
skipti livaða meining er í því, að hann á að læra þetta eða hitt.
]>að vill eigi svo sjaldan til, að svo skapmikill og duglegur hestur hittist,
að hann sýni þrjózku þeim, sem misþyrmir honuiri; leiðir það svo til þess, að
að inaðurinn níðir alla dáð úr hestinum, ef hesturinn lætur bugast, en ef liann
lætur ekki undan þá verður hann skapvondur og hrekkjóttur, en einmitt þeir
liestar hafa opt hæfilegleika til að geta orðið beztu hestar ef rjett hefði verið
með þá farið í tamningunni.
Annað er það og, sem gjörir hestinn illan og óvinveittan mönnum; það
er ósiður sá, sem ýms börn hafa, er þau stríða hestum og hrekkja þá. f>egar
hesturinn stendur með áburð eða er bundinn, gjöra þau hann hvumpinn og
hræddan með því að slá hann og klípa í framan, eða kippa í tauminn. Opt erta
börnin hestana því meira, sem þeir verða órólegri. Ef svo hestarnir einhvern
tíma í reiði sinni slá börnin, þá er þeim einum kennt um og refsað lyrir, þó
sökin sje að eins lijá börnunum, en ekki hestinum.
3