Dýravinurinn - 01.01.1891, Side 41

Dýravinurinn - 01.01.1891, Side 41
41 Læs hundur. ðfohn Lubbock, inerkur vísindamaður, ritaði nýlega um vitsmuni hunds eins er hann átti. Hundur þessi hjet Vani, og segir Lubbock frá honum á þessa leið: „Jeg ritaði á þykk pappírsspjöld, öll jafn stór, 10 þjiml. löng og 3 þuml. breið, ýms orð, öll með sama letri og lit. þannig ritaði jeg á eitt spjaldið orðið „matur“, á annað orðið „bein“, á hið þriðja „vatn“, hið fjórða „jeg vil fara út“, hið flmmta „klappaðu mjer“ o. s. frv. Jeg ljet spjöld þessi liggja á gólfinu í einu horninu í svefnherbergi mínu og þar gat hundurinn gengið að þeim þegar hann vildi. Enginn mátti snerta á þessum brjefspjöldum nema jeg, og það gjörði jeg til þess, að geta verið viss um að hann gæti ekki valið þau eptir lykt, en yrði að brúka augun eingöngu. Jeg hef haft sama orðið á fleiri spjöldum enn einu. svo hann gæti ekki þekkt spjaldiö af vana, eptir útliti eða af lykt, heldur yrði að þekkja orðið; þegar hann t. d. kom með spjaldið, sem orðið „matur“ stóð á, ljet jeg annað spjald í stað þess á gólfið. þegar hann svo t. d. er svangur, þá kemur hann með spjaldið, sem orðið „matur“ stendur á; ef hann fær lítið í cinu, þá kemur hann með spjaldið aptur og aptur þangað til hann er mettur og að því búnu leggur liann sig niður á gólfið. Jeg er orðinn sannfærður uin að hann þekkir orðin af sjón en ekki af lykt, þvf þegar jeg segi við hann „nú ætla jeg út, þá dillar hann skottinu og hleypur glaður eptir spjaldinu ,jég vil fara út,“ og þegar liann kemur með skakkt spjald — t. d. það sein orðið ,,bein“ stendur á, þegar hann vill fá vatn — þá snertir hann ekki beinið, en hleypur burt með spjaldið, og kemur aptur með það spjald, sem orðið „vatn“ stendur á; þegar hann svo fær vatnið, eða hvað annað, sem hann færir mjer rjett spjald upp á og liann vill fá, þá verður hann kátur, svo það er auðsjeð að hann er sjer þess meðvitandi að liann er að biðja, og að liann þarf að þekkja rjetta spjaldið til þess að fá það, sem hann vill. |>cgar Vani ininn er orðinn fulllærður í þessu, þá ætla jeg að fara að reyna livort hann ber skyn á reikning eins og sagt er að sumir hundar gjöri. Jeg rita þetta ekki af því, að jeg haldi að minn hundur sje vitrari enn mörg önnur dýr, heldur til þess að vekja athygli manna á því, að það er hægt að kenna skcpnum, einkum hunduin, ýmsar aðferðir til þess að gjöra mönnum skiljanlegt hvers þær þarfnast og hvað það er, sem þær langar til“. T. G.

x

Dýravinurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dýravinurinn
https://timarit.is/publication/430

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.