Dýravinurinn - 01.01.1891, Síða 43

Dýravinurinn - 01.01.1891, Síða 43
í götunni tók eptir “því að kýrin hafði þrimla á síðunum eptir gönguprik karlsins, og varð hann því að fara með lögregluþjóninum á lögreglustofuna og bæta fyrir raisþyrmingarnar“. „Lögreglumaður tók eptir því í járnbrautar-hösinu. að með einum járn- braufarvagninum var scndur hundur í svo litlura kassa. að hann gat ekki lagzt, en varð að sitja mjög óþægilega. Hann átti “að fara 24 klukkutfma veg, og var honum hvorki ællað þurt nje vott. Lögregluþjónninn Ijet kassann ineð hundinum í verða eptir, en eigandinn var dæindur til sekta fyrir illa ineðferð á skepnum“. -,Um sama leyti kom til Kaupmannahafnar kassi með járnbrautinni; f honum voru hænsni, en svo var þröngt í honum, að þau höfðu mestu óhægð af, og var sá, er sent hafði, dæmdur til fjárútláta“. f>að sem hjer er tilfært er fllost tekið eptir dagblaðinu, „Politiken“ annars er meira eða minna af slíkum frásögnum í flestum af dagblöðunum. En jafnframt því að sagt er frá sektum og hegningu fyrir illa meðferð, er einnig opt, getið um verðlaun fyrir góða meðferð á skepnum, eða ef einhver liefur komið í veg fyrir að þeim væri misþyrmt. I íslenzku blöðunum er minna talað um þetta efni. þó flett sje heilum árgöngum af þeim, þá er ekki hægt að finna eitt orð um illa ineðferð á skepnum, eða dóma, sem af því hafi leitt, og því sfður er sagt frá því, að nokkur hafi íengið verðlaun fyrir mannúðarfulla meðferð á skepnum. Aptur á móti sjezt það stundum, að einhver hafi fengið verðlaun fyrir bætur á hösum, túni og engjum. það^ er engum fjær skapi enn mjer, að gjöra lítið úr því gagni. sem leitt getur af húsa- og jarðabótum; en kynlega lítur það út, að minnsta kosti fyrir dýravini, að verðlaunin eru ætíð gefin fyrir betri meðferð á jörðum og hús- um, tilfinningalausum og dauðum hlutum. en aldrei fyrir betri meðferð á lifandi skepnum, sem hafa vit og tilfinningu. Ástæðan til þessa hlýtur að vera sú, að meðferð á skepnum sje lítið ábótavant á Islandi, eða menn áliti ineiri hagsældarvon að jarðabótum, en góðri meðferð húpenings. Fyrir þeim sem lengra eru komnir getur það ef til vill verið vafamál. hvort bætur á jörðu eða bætur á meðferð búpenings, auki fremur velmegun landsins; en fyrir mjer er þetta ekkert, vafa mál. f>að er auðsjeð, að þó einhver bóndi auki með jarðabótum heyafla sinn um 200 hestburði, þá er það als engin gróði f raun rjettri, ef hann svo setur á fóður þeim mun fleiri skepnur, sem heyaukanum nemur, svo þær eru jafnt í voða og falla úr hor, eins og áður, eða, verða gagnslausar. Sá bóndi er miklu betur farinn, þótt hann ekkert, hafi aukið hev sín. sem ætíð setur svo á þau, að búpen- ingurinn sje aldrei í hættu hvernigj sem vetur fellur, og geti gjört fullt gagn þegar suinarið kemur. Eigi má heldur gleyma því, hve ánægjulegra er að lfta á sællegar og frjálslegar skepnur, en þær sem með hörmungarsvip veltast áfram af megurð. Eða

x

Dýravinurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dýravinurinn
https://timarit.is/publication/430

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.