Dýravinurinn - 01.01.1891, Síða 45
45
leikurinn endurtekinn. Svona er vaninn og gáleysið; hver blindar annan og tekur
eptir hinum í hugsunarleysi.
Fátt eru menn jafn skeitingarlausir með á islandi eins og meidda hesta.
Hnakkar eða reiðingar eru lagðir á J)á, eptir því sem á stendur, þó þeir sjeu alt
að því helmeiddir. Menn fyrirgefa sjálfum sjer og menn fyrirgefa öðrum jafn
ómannúðlegt athæti, af því það er komið upp í vana. Menn hugsa jafnan sem
svo: „Ætli klárinn verði lengur frá brúkun, þó jeg leggi á hann einn daginn
ennþá, jeg á nú ekki langt heim,“ o. s. frv. Ilitt þykir mönnum minna vert að
hugsa um hvað mikið hesturinn tekur út við brúkunina. Fáir fullvaxta karlmenn
á íslandi eru saklausir í þessu efni, en sekastir eru skólapiltar og póstar; þó vil
jeg undan taka nokkra skóiasveina og einkum einn póst, sem jeg hef sjeð fara
ágætlega vel með hesta sína. Foreldrar, sem senda syni sína margar dagleiðir í
skóla og leggja þeim ekki til nema eina horbikkju til fararinnar, geta fyrirfram
sjeð hvernig fara inuni, og eru því ekki minna ásökunarverð en skólasveinarnir.
j>ó hestarnir sjeu stórir vexti og allra skepna þolinmóðastir undir allri
þeirri áþján, sem mennirnir leggja á þá, þá eru þó þessar blessaðar skepnurusvo
óheppnar, að hafa mjög næina tilfinningu fyrir sársauka. f>etta sjezt^á^því hve