Heimilisblaðið - 01.07.1922, Page 2
82
HEIMILISBLAÐIÐ
En j)ó eg þannig geli ekki svarað hinni
örðugu spurningu mcð tilstyrk skynsem-
innar, og geti sjálfs mín vegna sætt
mig við að leggja hana undir Guðs
úrskurð, þá get eg þó ekki hannað öðrum
að spyrja. Og ekki er víst, að þeir láti sér
nægja sömu svör og eg. En böl lífsins
kemur líka til þeirra, og leggst þungt á
marga. Og trúartraustið ásamt því jafnvægi
hugans og bjartsýni, sem trúartraustinu
fylgir, það á sér ekki dýpri rætur hjá mörg-
um en svo, að böl lífsins grefur undan þvi
og margur slendur slyppur eltir á beru-
rjóðri vonleysisins.
Eg átti einu sinni tal við mann, sem eg
hefi lengi þekt. Hann hafði verið hraust-
menni hið mesta, fullur lífsafls og starfs-
þreks. En nú var honum gengið. Langvinn-
ar sjúkdómsþjáningar höfðu herjað likama
hans, og lamað alt lians mikla þrek. Eftir
langa og stranga legu var honum svo fram
farið, að hann gat gengið út sem snöggv-
ast, þegar bezt og blíðast var, en ekki nema
rétt sem snöggvast. Og hann, sem áður var
þráðbeinn á velli og hvatur 1 spori, varð
nú að staulast áfram við staf og þoldi með
þrautum nokkurra mínútna göngu.
Nú sat eg inni hjá honum, og við töl-
uðum saman um um hitt og þetta. En upp
úr eins manns hljóði segir hann við mig:
»Mig langar að vera hreinskilinn við yður
og segja yður frá breytingu, sem mér finst
hafa orðið á mér við þessi langvinnu veik-
indi. Meðan eg var heill heilsu og gat not-
ið krafta minna og alt lék mér i lyndi,
átti eg forsjónartrú og traust á guðlegri
handleiðslu, og fanst eg byggja lif mitt á
bjargi eilífðarvissunnar. En nú, þegar lik-
ami minn er orðinn hrörlegur og til lítils
sem einskis fær, finst mér þessi grundvöll-
ur leysast upp í reyk. Eg finn hvað eg er
bundinn og háður þessu líkamshreysi, og
skoðanir efnishj^ggjunnar sækja á mig«. Yið
töluðum lengi saman um þetta efni á eftir,
en því samtali ætla eg ekki að segja frá hér.
En hvi segi eg frá þessu atviki? Vegna
þess, að það vakti mig til nýrrar umhugs-
unar um þetta örðuga atriði trúarinnar,
sem svo oft hefir komið upp i hugann,
lwersu böl lífsins verður irú margra ofur-
efli, eða réttara sagt, hversu þung og þrauta-
mikil eldraun böl lifsins er trú margra.
Lífið sýnist einatt svo óskiljanlega hart og
miskunnarlaust, þungbært og ömurlegt.
Kuldanæðingar þess virðast svo oft brjóta
hinn brákaða reyr og slökkva hinn rjúk-
andi hörkveik. Ranglætið, ilskan og ofheld-
ið virðist svo oft eiga sigri að hrósa, og
margur sá, sem veikburða er, verður þess-
um öflum að bráð að ósekju. Margvísleg
neyð og böl hrópar til himins. Jafnvel sjálf
náttúran fer ekki varbluta af grimd barátt-
unnar. Jafnvel ýmislegt, sem gerist í lifi
nállúrunnar, svo dýrðleg og dásamleg sem
hún er, veldur þvi, að jafnvel trúaðir menn
láta sér detta í hug að nefna önnur eins ósköp
og það, að heimurinn sé runninn frá höfundi
hins illa, Menn fá ekki skilið, hvers vegna
hann, sem einn hefir vald til að veita rétt-
lætinu sigur og mátt til að létta mönnun-
um lífsins þungu byrðar, hvers vegna hann
neylir ekki valds sins og máttar. Og svo
fer mörgum að þeir loka huga og hjarta
fyrir Guði og því ljósi skilningsins, er sam-
bandið við hann veitir inn i huga mann-
anna. Og þeir fara að líta á heiminn og
margvísleg og misjöfn örlög mannanna böl-
sýnisaugum vantrúarinnar.
Ró er það svo, að þar sem menn sjá að
bölið er sjálfskaparvíti, þar finst mönnum
koma í ljós guðleg stjórn hlutanna.
Ef maður steýpist í eymd og volæði fyrir
svall sitt og léttúð, eða þegar réttlát refs-
ing hittir óbótamanninn, þá finst mörgum
sem hér hafi Guðs dómur fallið, hér sé
siðgæðislögmálinu fullnægt af guðlegu rétt-
læti, og þeir segja: »Það er þó augljóst, að
Guð hegnir ranglætinu«.
En svo koma hin gagnólíku atvik lifsins,
þar sem hinn saklausi þjáist og nejrðin ein-
att ber að dyrum þess, er sízt má við slíku.
Saklaust barnið þjáist og deyr i fegursta
blóma æskuáranna. Eða einasti sonur og
einkastoð fátæku ekkjunnar bíður bana í