Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.07.1922, Blaðsíða 3

Heimilisblaðið - 01.07.1922, Blaðsíða 3
II EI MI LI S B L A Ð IÐ 83 *ör, sem farin er til þess að draga að björg. Atvik líl'sins og atburðir volta það þúsund- l,ni saman, hér og annarsstaðar, að bölið Liltír einatt þann, er sizt skyldi, að þvi er virðist. Margan þjáir lífið saklausan. Og sjálfur Drottinn vor og frelsari segir það, svo að ekki verður um vilst. Hann segir það ákveðið og skýrt um blindfædda mann- Ir>n: »Hvorki syndgaði hann né foreldrar þans«. Og þegar rætt er um Galíleumenn- lna, sem Pilatus lét höggva niður, er þeir v°ru að fórnum í musterinu, þá neitar nieistarinn því ótvírætt, að þeir hafi orðið *yrir þessum Guðs refsidómi, vegna þess að þeir hafi verið meiri syndarar en aðrir. Já, hver og einn af oss sem horfir á lífið npnum augum, sér, að bölið i heiminum kemur til allra án manngreinarálits, ríkra og fátækra, illra og góðra, ungra og gamalla. Gg þá vaknar hún hjá mörgum hin myrka sPurning: Hvernig fær réttlátur Guð ráðið s|iku? Og sumar trúarstefnur nútímans gefa slalfum sér þau meðmæli, að þær gefi niannlegri skynsemi alveg órækar og mjög aðgengilegar skýringar um bölið i heimin- um og orsakir þess. l5essi spurning hefir verið uppi í hugum spekinga og hugsandi einstaklinga öldum, Ja jafnvel árþúsundum saman. Eitthvert hið fegursta og spaklegasta rit Gamlatesta- •nentisins, Jobs bók, hefir einmitt það við- fangsefni með höndum, að glíma við ráðn- lngu þessarar myrku gátu um bölið í neiminum, sérslaklega að því er snertir Þjáningar rétllátra. Þar er oss sagt frá Job, ‘aðvöndum manni og rétllátum, guðhrædd- um 0g grandvörum. En þrátt fyrir allar ^ygðir sínar ratar hann í hinar þyngstu launir. Hvernig má slíkt ské? Til þess að laða fyrir oss þá gátu, dregur höf. Jobs nókar fortjald himinsins til hliðar, og sýnir 0ss Guð himnanna á ráðsamkomu þjóna SlQna, englanna. Meðal þeirra kemur Satan ýg gengur fram fyrir Guð. Hann er kom- •nn sem ákærandi að sækja sakir á hend- Ur niönnunum. Hann kveðst hafa verið að reika um jörðina og arka fram og aftur um hana. Guð spyr hann þá eftir þjóni sinum Job, og telur víst, að hann hafi ekki fundið neitl misjafnt hjá honum. Og Satan svarar og segir: »Hann óllast ekki Guð íyrir ekki neilt. En rélt þú út hönd þína og steyp honum í ógæfuna og mun hann þá bezt sýna hver hann er«. Guð gefur þá Job Satan á vald og nú steðjar að honum bölið i mörgum myndum. En jafnvel þeg- ar hann sjálfur er orðinn hlaðinn illkynj- uðum kaunum, heldur hann þó enn fast við Guð. Kona hans vill fá liann til að hallmæla Guði. En hann svarar: »Fyrst vér höfum þegið hið góða af Guði, ættum vér þá ekki einnig að taka hinu vonda?« Og svo fer að lokum, að þegar neyðin er stærst, léttir bölinu aftur af og hamingjan brosir við honum á ný. Jobs bók svarar þá spurningu vorri i fgrsla lagi þannig: Þjáningar og böl er sent hinum réttláta lil þess að regna stað- festu hans og trygð við Guð, sem hann elskaði í meðlætinu. Og alt er undir því komið að standast raunina, þá rýfur sólin aftur skýin og alt verður bjart. Þetla svar reynist gott og gullvægt í mörgum tilfellum. En það er óskiljanlega lengi að birta í lifi margra. Þess vegna er þetta svar ekki fulln- aðarsvar að því er til pessa jarðneska lifs kemur, hvað marga snertir. Og geti þá ein- staklingurinn ekki rólegur biðið eftír svari eilífðarinnar, leitar hann að svari er tekur dýpra. Og það svar er Ilka að finna hjá höf. Jobs bókar, í kapítulunum, sem hafa inni að halda samræður Jobs við vini sina. Job situr, öreiginn kaunum lilaðinn, ein- mana í sinni sáru neyð. En þá koma vinir hans, hver frá sínum stað, til þess að votta honum samhrygð sína og hugga hann. En er þeir sjá hann allan afskræmdan svo að þeir þekkja hann ekki, fá þeir engu orði upp komið fyrst í stað, en sitja hjá honura leugi og horfa hryggir niður í þetta feikna- hyldýpi mannlegrar kvalar og þjáninga. Loks hefst Job máls upp úr eins manns hljóði og bölvar fæðingardegi sínum og barmar sér. Og upp úr því heijast sam-

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.