Heimilisblaðið - 01.07.1922, Síða 4
84
HEIMILISBLAÐIÐ
ræður þeirra á milli. Og þá kemur það í
ljós, að vinirnir eru gagnteknir af þeirri
gyðinglegu skoðun og trú, að slik ógæfa
geti ekki hitt réttlátan mann, heldur sé hún
endurgjald drýgðra synda. Og þeir skora
á Job að rannsaka nú í fullri alvöru og
einlægni hjarta sitt og undanfarna æfi, og
muni hann þá brátt sannfærast um að alt
þetta böl sé sjálfskaparvíti. Honum beri því
að auðmýkja sig fyrir Guði til þess að sefa
reiði hans. Job reiðist þessum ræðum vina
sinna. Hann veit að hann er ekki lýtalaus.
En langt er frá því að þeir séu betri en
hann. Og þó lifa þeir hvern dag í dýrðleg-
um fagnaði, en hann í ástandi, sem er
verra en dauðinn. Ekki ferst þeim það vel
að tala um synd hans og sekt. Hann hrós-
ar enn sjálfum sér og skirrist jafnvel ekki
við að kalla sjálfan Guð til vitnis og and-
svara um raunir þær, er hann verði sak-
luus að líða. Þá verður það, að Guð svar-
ar honum úr stormviðrinu. Hann spyr Job
hverrar spurningarinnar af annari og er sú
ræða þrungin af guðdómlegri fegurð og
tign og krafti. Spurningarnar beinast allar
að hinu sama, sem sé því, hvort Job hafi
verið viðstaddur þegar Guð skapaði heim-
inn, hvort hann hafi hjálpað hinum al-
máltka við sköpunarverkið. Hafi liann gert
það. þá geti hann skýrt og skilið Guðs verk
og vegu, en annars ekki. Auðvitað getur
Job ekki svarað þessum spurningum öðru-
vísi en neitandi. Hingað til hugðist hann
skilja alt, nema orsakir og rök þeirra þján-
inga og böls, er hann verður að líða. En nú
sýnir Guð honum, að hann skilur í raun
og veru ekkert. Guðs vegir eru honum
huldir. Þess vegna er sízt að furða þótt
hann skilji ekki það í ráðstöfunum Guðs,
sem snertir hann sjálfan mest. Niðurstaðan
verður því þessi, að hann verður að beygja
sig undir vilja hins almáttka, er öllu ræður,
þó að haldin augu hans fái eigi greint né
gagnkannað Guðs vísdómsvegu. Petta svar:
Svar hinnar fullu lotningar og undirgefni
undir Guðs heilaga vilja, er sígílt svar, sem
aldrei fyrnist.
Svo langt komust hinir djúpsæju menn
á dögum gamla sáttmálans. Svo langt komst
opinberun Guðs hjá hinni útvöldu þjóð,
áður en hann kom, Guðssonurinn, sem
gerðist bróðir mannanna og sýndi þeim
jöðurinu. Tilfinningin fyrir Guðs óskeikula
og órannsakanlega réttlæti og heilagleika
var orðin djúp og sterk hjá hinum vítrustu,
guðræknustu og beztu meðal Gyðinga. En
svo kom Drottinn Jesús og opinber-
aði mönnunum alt, sem þeir þurfa til að
lifa sönnu lífi og öðlast eilífa lífið. Egsegi:
Hann opinberaði mönnunum það alt og
opinberunin hélt áfram í farvegi lifandi
safnaðar hans gegn um aldirnur, þótt ein-
att vantaði á, að það lífsins vatn næði að
njóta frjókrafts síns með mannkyninu. Hann
kom og kendi að Guð væri eigi að eins
heilagur og réttlátur Guð, heldur og kær-
leiksrfkur og náðugur faðir. En af þvi leiddi
að hið óskiljanlega böl og neyð í heimin-
um, þjáningar hins réttláta fékk sinn ákveðna
tilgang, og sá tilgangur, sem áður var
dimmu hulinn, lá nú í björtu ljósi. Lika
hið óskiljanlega böl fákk nú sinn tilgang,
þann tilgang, að Guðs verk skyldu opinber
í því. Það segir hann oss í sögunni um
blindfædda manninn. 1 bölinu, sem hinn
saklausi liður, er Guð að vinna að opin-
berun sins vilja. í hinum fögru kapítulum
spádómsbóka Jesaja um hinn liðandi þjón
Jahve hefir þessi kenning verið sett fram,
og í þeim spádómum lifir Jesús og andar.
IJar sér hann spádóminn um sína eigin
þjáningu öllu mannkyni til frelsunar. Þján-
ingin og bölið er nauðsyn, til þess að hefja
mannkynið upp. Fórnarlögmálið gengur
eins og rauður þráður gegn um líf mann-
kynsins. Alt frá fórn móðurinnar, sem legg-
ur líf og heilsu i sölurnar fyrir barnið sitt
og til fórnar brautryðjandans og hugsjóna-
mannsins, sem fórnar hamingju lifsins fyrir
áhugamál sín, alstaðar sjáum vér fórnar-
lögmálið að verki. Engu takmarki verður
náð án fórnar, hvorki smáu né stóru. Og
í hinu stærsta, i hjálpræðisverki sínu fyrir
mennina fórnar Jesús því dýrmætasta, og