Heimilisblaðið - 01.07.1922, Page 5
HEIMILISBLAÐIÐ
85
liður hið þyngsta böl og hina sárustu kvöl
iyrir alt mannkyn, fyrir mig og fyrir þig.
^ æðstaprestsbæninni svo nefndu, sem
Jesús flytur siðasta kvöldið áður en hann
Var tekinn höndum, kemst hann svo að
°fði; »Faðir, stundin er komin; ger son
þinn dýrðlegan! Hvað er þetta sem hann á
yið? Það er krossdauðinn, upphafningin á
i^éð. 1 þeirri upphefð smánardauðans vissi
hann sig dýrðlegan gerðan, af því að hið
^mkla böl Jesú Ivrists, hins saklausa og
hreiria, var til þess, að Guðs verk yrðu
°pinber á honum, Guðs friðar kærleiksþel
auglýst á jörðu og mönnunum gatan greið
að Guðs elskandi föðurhjarta.
Kæru tilheyrendur, þér sem játið Jesúm
vrist og kennið yður við hans nafn! Látið
esú anda upplýsa yður um bölið í heim-
1Qum, orsakir þess og tilgang. Ef þér í
aannleika viljið berjast með Kristi og fyrir
^rist, verður böl og þjáning á vegi yðar
°8 þér farið naumast varhluta af því. Eg
'°na að það verði ekki skoðuð nein svart-
^ni af mér, þó að eg minni yður á þetta.
Sjélfur er eg bjartsýnn á mannlífið. Það
Var eg ekki einusinni, en sá eiginleiki hefir
Pfoskast hjá mér fyrir Guðs kærleika i Jesú
Kiisti. Og hið rétta og sanna kristilega
jartsýni er einmitt í því fólgið að vér
Uorfum á lífið og mennina eins og það er,
inkum það tökum samkvæmt því, og fram-
£>°ngum i heiminum eins og augu Guðs
hvili stöðugt á oss.
Mér virðist Jesús Kristur þarfnast á vor-
u*n dögum heilhuga stríðsmanna í þessu
andi. Og sundrungin er nú á dögum skað-
legri en nokkru sinni fyr, sundrungin, sem
stafar af þvi, að menn einblína á einstök
snráatriði og leggja saman eða draga frá
Það sem hinn eða þessi játar eða neitar.
°g þó væri svo hægt að skapa samheldni
°g samúð milli allra, sem hafa sama hug-
arfar gagnvart Jesú Kristi, og vilja lifa líf-
‘nu í hans anda.
Megi andi Jesú ríkja hjá öllum þeim, er
Jata hans nafn, andi hans, sem eigi ill-
naælti aftur, þó honum væri illmælt, og
hótaði eigi er hann leið, heldur gaf það alt
1 vald föðursins, er réttvíslega dæmir«.
Á. s.
I f& 09
iojr §ong%z%?
Jóns presls Guðmundssonar i Felli, dáinn 1702.
Allar tungur engla og manna
elski, lofi og prísi þig,
hæstur Drottinn himnaranna,
hjartað mitt nú gleður sig
yfir þinni ástsemi,
ó, minn Guð og skapari;
hún til mín og minna náði,
mínu sástu fyrir ráði.
Fel því mig í faðmi þínum,
fest hef eg þér trúnað á,
hvíl þú þig í hjarta mínu,
held eg enginn megi þá
skilja, Drottinn, okkur að,
allra helzt eg girnist það.
Pú ert sálaryndið eina
og lífkröftug lækning meina.
Sadhu Sundar Singh.
Biðjið án afláis.
Ágrip af ræöu, sem Sadhu Sundar Singh flutti i
Prenningarkirkjunni í Kristjaníu.
»Bænin er ekki fólgin í þvi, að sárbiðja
Guð um eitthvað, heldur er hún samtal við
Guð; hún er andardráttur guðrækninnar.
Oft er beðið um þetta eða hitt; en þó að
vér segjum það ekki beinlínis með orðun-
um, þá má oft ráða það af athöfnum vor-
um, að vér kunnum ekki að segja með
frelsaranum: »Verði ekki minn, lieldur þinn
viljk.