Heimilisblaðið - 01.07.1922, Side 6
86
Í-IEIMILISBLAÐIÐ
Sumir spyrja, hvort vér getum breytt
áformum Guðs með bænum vorum. Það
getum vér ekki, en þar á móti getum vér
fyrir bænina komist í skilning um, bver
áform Guðs séu, að því er sjálfa oss snertir,
og þá sjáum vér, að álorm bans eru oss
fyrir beztu, og þá Iangar oss ekki til að fá
þeim breytt. Þá lærist oss að biðja: »Verði
ekki minn, heldur þinn viljk.
Guð vill ekki að eins veita oss þá og þá
blessun — bann vill gefa oss sjálfan sig
— kærleika sinn, krafl sinn.
Þótt hann gæfi oss allan heiminn, þá
gerðum vér oss ekki ánægða með það.
Hjarta vort þráir eilthvað meira, því að
það er skapað lil að vera búslaður Guðs
— og enginn eða ekkert annað en Guð
gelur fullnægt bjarta voru. Fái hann að
gefast oss, gefa oss sjálfan sig, þá veitist
alt hitt á eftir, sem minna varðar. Og þá
vanbrúkum vér ekki þær gjafir. Margur
deyr andlegum dauða, af þvi að hjarta bans
er fult af binu bverfula. Vér verðum auð-
vitað að fá þessar jarðnesku gjafir — vér
getum ekki lifað án valns — en deyja
munum vér þó, ef vér sökkvum oss á kaf
í vatnið. — Ef Kristur er i oss, þá erum
vér að sönnu í heiminum, en ekki af beim-
inum, beyrum ekki heiminum til. Og þá
verðum vér líka færir um að bjálpa öðrum.
Bænin er andardráttur beilagra eða trúaðra.
Bænin er slarj líjsins í oss. Bænin er það,
að lifa í samfélagi við Guð, og ef vér lif-
um í því samfélagi, þá líkjumst vér honum
líka. Má þiggjum vér ekki aðeins eitthvað
al' bonum, beldur veitum honum sjálfum
víðtöku«.
Einu sinni er Sundar Singh var ofsóttur,
varð liann að fela sig í helli einum og var
þar næturlangt matarlaus og klæðlílill. IJá
bvíslaði óvinur sálnanna að honum til að
freista hans: »lJú befir yfirgefið alt vegna
Krists, en Kristur gefur þér ekkerl i stað-
inn«.
»En Drotlinn sýndi sig máttugan í veik-
leika minurn; bann veitti mér undursam-
legan frið, og í hellisskútanum varð eins
og himnariki á jörð«.
Eg tíndi mér nú fáein blöð til að sefa
hungrið; þau befðu annars eigi verið sem
bezt á bragðið, en nú breyllust þau í ljúf-
fengustu máltið banda mér. Hin Ijúfa ná-
vist Ivrists gerði blöðin svona ljúffeng, þeg-
ar eg var búinn að eta, sá eg hvar 40—.r>()
manns komu, útbúnir bareflum og stein-
um og böfðu hótanir i l'rammi. Eg fól mig
í Droltins hönd og beið píslardauða. En á
meðan eg var að biðja, hurfu mér óvinir
mínir. Morguninn eítir komu þeir aftur
og fleiri með þeim, og sögðu mér þá sögu,
að eg hefði verið umkringdur af björtum
og fögrum verum. Sjálfur sá eg þær ekld,
en böðlar mínir sáu þær og það var eng-
inn hugarburður.
Hvernig gátu 50—00 manna innbyrlað
sér, að svo væri? Nei, það var svar við
bæn minni. Fyrst gaf Guð mér sjálfan sig
og það nægði — en siðan veittist mér alt
bitt með bonum.
Mér er ekki mikill hugur á að segja frá
þessum undrum, sem eg liefi reynt; en úr
því að eg á að vitna frelsara mínum til
heiðurs, þá verð eg að minnast á þau.
En þau einkaréttindi, sem yður eru veilt
hér á Norðurlöndum, sem hafið þekt hann
frá blautu barnsbeini. Gefið þér bonum þá
lika færi á að birtast í lífi yðar?
Eg óska, að engir skýjaskuggar syndar-
innar megi hylja bann fyrir yður. Ó, að
vér vildum játa syndir vorar fyrir honum,
þá mun hann hreinsa oss af öllu ranglæii
og vér munum þekkja bann. Hann fyllir
hjörtu vor sjálfum sér. Ilann sé i oss og
vér í honum«.
Síðcisla samlcoma Sundav Singhs
í Iíristjaníii.
Umræðuefni: Duddlialrúin og kristindóm-
urinn.
Hann lýsti með ljósum og lifandi dæm-
um indversku trúarbrögðunum, og eru þau