Heimilisblaðið - 01.07.1922, Side 7
HEIMILISBLAÐJÖ
87
roiklu fremur heimspeki en trúarbrögð eða
t,-ú. Hann gerði ljósa grein fyrir, að hann
hefði orðið að afneita þeim trúarbrögðum,
því að þau gátu eigi stilt sálarhungur
hans. Kristur einn gat gefið þyrstri sálu
hans lifandi valn. Hann mintist lika, hve
sárt sig hefði tekið að sjá og heyra, að
kristindúmurinn væri að háði hafður hér
a Vesturlöndum og það, af þeim sem hygðu
s>g vera fulltrúa andlegs frjálsræðis. Á Ind-
tandi sýndu menn þeim þó lotningu og
virðingu, sem aðrar skoðanir hefðu, hvort
sem um heimspeki eða trú væri að ræða.
^íðast talaði hann um, hve bænin væri
ai'iðandi — einrúmsbænin.
Að lokinni samkomu ílulti Thwedt prest-
Ul' honum alúðarþakkir fyrir ræður sínar.
Hélt hann siðan áleiðis til Kaupmanna-
hafnar.
(Úr norsku. Þýli nf K.
jI£*qss og Áamai?.
Fornaldarmynd frá Noregi.
Eflir Edward Knulzen.
(Framli.).
Ormi bróður hans svipaði frekar til móð-
Ur sinnar, Áslaugar. Hann var hvorki svo
hár vexti né jafn þrekinn og Drengur bróð-
lr hans, en vaxtarlag hans og limaburður
bar þó vott um mikla vöðvastæling, óvenju-
legt
snarræði og fimleik. Hann var bjartur
a brún og fríður maður; augun blá og blíð-
teg. hárið sítt, ljósgult og liðað. Og ytra út-
ht hans var spegill hins innra manns. Hann
Vai' glaðlyndur og vinfús, hvers manns
hugljúfi, þolnastur allra í dansi, hæfnust
hogaskylta og fræknastur skíðamanna. »I3ar
eru þeir Þór og Baldur«, var Björn gamli
vanur að svara til í hálfgildings gamni, er
Ulenn dáðu atgervi sona hans.
Boks voru allir gestirnir komnir og sá
er siðast kom búinn að hengja frá sér
stríðsöxina á snagann, milli logandi blys-
anna. Gestirnir voru ellefu talsins og settust
nú við langborðið fram undan öndvéginu.
Að gömlum sið sálu konurnar heima og
tóku eigi þátt i samsæti þessu, þar sem
helztu bændurnir í dalnum voru vanir að
ræða um velferðar- og nauðsynjamál sveit-
arinnar. Og eigi sást húsfreyja heldur með-
an veizlan stóð, Bví var og öndvegið óskip-
að þetta kvöld. Tók Björn sér sæti fyrir
miðju borði, en synir hans heltu öli á
stórar Irékollur, sem tveir húskarlar báru
fyrir gestina.
Björn að Ríki, en svo var bóndi venju-
lega nefndur, fylti nú drykkjarhornið mikla
með mjöð, gekk síðan fram fyrir öndvegið.
Með miklum hátíðasvip og alvörugefni drap
hann hinum þykka, brúna drykkjarvökva
á súlurnar og lét nokkra dropa falla á gólfið,
hóf síðan upp hornið með hægri hendi og
lók til máls, skýrum og sterkum rómi:
»Heilir séuð þið hingað komnir og vel-
komnir, góðir dalbúar og frjálsir óðals-
bændur! Þökk mína vil eg votta ykkur
fyrir það, að þér hafið komið hingað að
Ríki að fornum sið, til þess að halda há-
tiðlega miðsvetrarnótt feðra vorra og bergja á
jólaöli voru Signi eg nú hornið tákni ham-
arsins*) og krossins og drekk heill yðar, hvers
um sig«.
Að svo mæltu rélti hann hornið sessu-
naut sínum, Sigurði hinum ríka að Hrygnu-
slöðum, en hann stóð upp og tók við þvi.
»Vér þökkum þér, Björn Drengsson, heim-
boð þitt og kveðjuna! Þökk sé þér fyrir
það, að þú heldur við gamla siði vora og
venjur! Bökk fyrir drenglyndi þitt og fijáls-
lyndi! Af höfðingjum ert þú kominn; höfð-
ingi ert þú enn í dalnum! Vér tignum þig
allir sem höfðingja vorn«. Að svo mæltu
drakk hann vænan teig af horninu og rétti
það þeim, sem næstur sat. Gekk það nú
mann frá manni, eftir virðingum og vel-
megun, en siðan komu húskarlarnir með
freyðandi ölkollnrnar.____________________
1) Hamarinn: Tákn Pórs.