Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.07.1922, Side 9

Heimilisblaðið - 01.07.1922, Side 9
HEIMILISBLAÐIÐ 89 ber að réttu. En sé það svo, að konungur hafi enn á ný sent oss hálfgalinn Jóta, sem mælir hrafnamál og hótar okkur öllum helvíti, fj'rir þá sök að við höldum við venjur feðra vorra, þá ber oss að rísa allir sem einn maður gegn honum og flæma hann úr bygð vorri. Oss var heitið því i Kalmar, að norska rikinu skyldi stjórnað samkvæmt fornum landslögum og stjórn- endur skyldu vera innfæddir umboðsmenn, °g viljum vér ekki þola yfir oss ónýta og siðlausa valdsmenn, sem oss eru sendir af ráðuneytinu í Kaupmannahöfn vegna þess að þeir þykja óhafandi í Danmörku. Eruð þér mér sammála, Dalsbændur?« »Já, já«, kölluðu menn hver í kapp við annan. »Þú mælir vel og viturlega«, tók Þór á Kvíabóli til máls og reis upp úi seeti sínu. »Ríkisráðinu og konunginum í Danmörku er skylt að virða réltindi vor. En oss ber þá og einnig að virða þeirra rétt. Engu ofbeldi skal hinn nýi prestur beittur. Sé hann líkur fyrirrennara sínum, þá ber oss að kæra til fógeta konungs, það sem oss þykir miður fara og krefjast þess að fá annan prest og betri. En við erum skirðir til kristinnar trúar og ritningin bann- ar ofbeldi og mannvíg, — og auk þess er presturinn embætlismaður konungsins. Ve- salmannlegt er það að -taka slikan væskil af lifi, og sé hér framin frekari ofbeldis- verk, mun konungur leita hefnda. Munu þá hermenn verða hingað sendir, og er lífi voru og eignum þá hætta búin. Og betra er að sitja í friði að búi sínu en ráfa í útlegð um fjöll, meðal óarga dýra og illra vætta«. Eigi var mikill rómur gerður að þessari hóglegu ræðu. Gamall bóndi einn, með sítt og silfurgrátt hár og skegg, hratt frá sér öl- kollunni reiðilega og hvesti augun á ræðu- mann: »Háll ert þú sem állinn, Þór Ólafs- son, og er þér lagið að liðka þig úr hverj- um vanda. Öllum er það vitanlegt, að al- drei hafa Danir efnt loforð sín og svardaga oss til handa, þá er þeir gerðu í Kalmar, og væri geta aðalsmanna þeirra viljanum jafnsterk, þá væru þeir löngu búnir að gera oss, frjálsborna óðalsbændur að þrælum sínum. Danakonungur hefir um langt skeið svikið orð og eiða feðra sinna við oss og hvilir því eigi á oss framar nokkur holl- ustuskylda við hann! Og kristni-trúin! Forfeður vorir dýrkuðu óðinn og vóru frjálsir menn, voldugir og hamingjusamir. Þá kom ólafur hinn digri1) með krossinn og munkana alla og þröngv- aði landslýðnum með báli og brandi til að taka kristna trú. Og þeir, sem eigi hnigu að velli með vopn í höndum, voru skírðir; en trúðu þeir þá allir á Krist og páfann? Eg svara því neitandi. Að minsta kosti ekki fólkið í fjallabygðunum. Og svo, löngu siðar, koma nýir prestar og fræða oss á þvi, að páfinn sé lauslátur lyga- laupur, banna mönnum að beina bænum sínum til Maríu meyjar og dýrðlinganna, því að þeir hefðu ekki verið betri menn en við sjálfir, skipa að taka myndir og helga muni úr kirkjunum, og kveða slíka gripi hneykslanlegt villutrúar-prjál. Þetta er aðalfróðleikurinn, sem þeir hafa fært okkur til þessa, og í okkar hóp eru þeir menn sárfáir, sem nokkuð vita að ráði um það, í hverju kristnin er fólgin. 1 kirkjunum hella þeir vatni yfir börn vor og nefna þau; við altarið gefa þeir konum og fáráðling- um syndatyrirgefníngu með hvítu brauði og súru víni, og þegar vér erum látnir, varpa þeir þrem moldarrekum á kistu vora! Þetta virðist nú vera alt það gagn og gleðin öll, sem vér höfum af þessum svörtu málskrafsskjóðum, og slíkum þjónum er oss gert að gjalda bæði gull og gangandi fé!« »Þú gleymir hjónavigslunni, Jón á Kjálka- björgum«, skaut Pór á Kviabóli inn í glott- andi. »Því að víst munuð þið hjón hafa farið til prestsins?« »Já, og það löngu áður en þú sást dags- ljósið«, svaraði Jón á Kjálkabjörgum og lét brúnir síga. »Tiltækið það, kostaði mig átta lóð skíra silfurs og tvær kvígur. Presta- 1) Ólafur hinn helgi.

x

Heimilisblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.