Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.07.1922, Qupperneq 10

Heimilisblaðið - 01.07.1922, Qupperneq 10
90 HEIMILISBLAÐIÐ hyskið fær aldrei fylta ámuna, eins og yður er öllum kunnugt! En svo virðist mér, sem vér séum þegar fullsaddir af viðskiftum við þenna lýð, fjárgræðgi prestanna og heimsku hjali, sem eg, að minu leyti, trúi ekki af einu orði. Og framvegis mun eg engin mök eiga við kirkju né prest, — og skal hvor- ugt af mér hafa eða mínu fólki nokkurn hlut héðan af, hvorki fé né annað. Þannig er nu minum hug varið og áformum!« Tal þetta féll nú niður um stund, því að i þessum sömu svifum komu tvær mat- reiðslukonur inn í salinn og báru trog eitt mikið á milli sín. í troginu var svínsskrokk- ur, steiktur og matbúinn í heilu líki. Tóku veizlugestirnir nú aftur til hnífanna, en fremur var það til að sýnast, því að menn voru þegar mettir orðnir af því, sem fyrir hafði verið á borðunum. Menn tóku sér bita af hinni ljúífengu steik og dáðu hina rausnarlegu framleiðslu. Tæmdu menn síð- an horn og ölkollur enn nokkrum sinn- um, en stóðu siðan upp frá borðum og þökkuðu húsráðanda með miklum virktum góðar veitingar. Bundu veizlugestir það fasl- mælum með sér, að hittast fyrsta dag jóla við kirkju, til þess að ganga úr skugga um það, hvert efni væri í hinum nýja presti. Lögðu gestirnir siðan af stað, hver til sins bús, að undanskildum þeim Jóni á Kjálkabjörgum, Sigurði að Hrygnu- slöðum og gamla bóndanum, sem fyrstur hafði tekið til máls gegn Danaveldinu. En þeir urðu eftir hjá Birni og sonum hans. Málsháttavísa. »Allra brota er einhver bót« ef ekki er þrot á ráðum. Hugvit nola, liönd og fót, hugurinn otar dáðum. (Framli.) Skömmu eftir það er hann heimsótti verksmiðjuna, hvarf hann skyndilega írá Oxlord, vildi enga hjálp þiggja af frænda sínum og gekk í mannvinafélag nokkurt. Hann taldi það hlutverk sitt að efla með öllu móti hið háleita og mikla málefni kristindómsins að gera alla bræður og syst- ur. Hann talaði á samkomum, ritaði blaða- greinar og sótti heim fátældingana í aum- ustu skuggahverfum borgarinnar. Hann var næsta ötull og vel máli farinn og var því brátt talinn duglegur forvígismaður hins góða málefnis. Hann bjó meðal fátækling- anna, sumpart af því, að hann hafði mæt- ur á nægjusömum lifnaði og sumpart af þvi að hann var til neyddur. Blaðagrein- arnar, sem hann ritaði voru illa borgaðar; varð hann því oft að leggja á sig allharða líkamlega vinnu jafnframt ritstörfunum; einu sinni gekk hann að verki í skipakví- unum og einusinni var hann dyravörður í vöruhúsi einu i City, meginhluta Lundúna- borgar; ekkert starf taldi hann fyrir neðan virðingu sína. Hann var þó enginn auli í fjársökum; liann vissi vel, hvers virði peningar voru og hversu mikið golt hann gæti látið af sér leiða, ef hann hefði þó ekki yæri nema lít- inn part af auðæfum frænda sins. Og þvi yar það, er hann fór til fundar vlð hann á þessu kvöldi, þá vænti hann þess i raun og veru, að .Tósef mundi láta verksmiðjuna af hendi við sig eða þá íela sér stjórn hennar að minsta kosti. En þegar hann nú var á leið frá honum, þá sá hann, hve sú von hans hafði verið heimskuleg. það er engin leið, jafnvel á vorum dögum, að fá

x

Heimilisblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.