Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.07.1922, Qupperneq 12

Heimilisblaðið - 01.07.1922, Qupperneq 12
92 HEIMILISBLAÐIÐ hóp aí veslings sveltandi skjólstæðingunum hans. Þung alvara færðist yfir hann, og hann vék sér ytii* á götuna hinum meginn, til þess að komast hjá að hitta þennan glaða hóp veraldarbarna; en þegar hann var á leið yfir götuna, kom hann alt í einu auga á svo unga og fríða stúlku, að honum var ómögulegt að hafa augun af henni. Hún var grannvaxin og hreyfingar henn- ar yndislegar, og svo var hún bjarthærð, að hárið lá eins og Ijósband um enni henn- ar og um andlit henni; minti sá svipur Brian á fíngerða postulínsmynd frá Flórenz. Hún stóð nú þarna og var að tala við ungan mann laglegan, og var ekki að sjá, að honum leiddist neitt þó að seint gengi með að koma sér fyrir í vagninum, en á meðan hún var að tala, þá féll kniplinga- sjalið af höfði hennar niður á herðarnar; sáu þá allir demantinn skæra, sem hún bar á hálsi sér. Brian hafði ekki augun af henni og i þessum sömu svifum sá hann, hvar maður braust fram meðal allra hinna mörgu áhorf- enda; hann greip demantinn, skjótur sem elding og ruddist svo aftur út úr mann- þrönginni og hvarf. Stúlkan unga hljóðaði upp yfir sig og þá kom nú heldur skrið á mannmergðina; en fylginautur hennar braust gegnum múg- inn til þess að elta þjófinn. Brian varð þó fljótari og náði þjófnum við næsta götuhorn; hann barðist stundarkorn við veslings manninn banhungraðan, svo varð hann yfirsterkari. »Það var vel af sér vikið, lagsmaður«, sagði þjófurinn og stundi við og einblindi á Brian og rétti honum demantinn. »En láttu mig nú lausan fara; eg á konu og börn heima, sem eru að verða hungur- morða«. Brian virti manninn nákvæmlega fyrir sér og á sérstökum svipbrigðum i andliti hans, og augunum óttabljúgum, sá hann, að hann hafði satt að mæla. »Jæja, hlaupið þér þá leiðar yðar«, sagði hann rólega. Þjófurinn tautaði eitthvað, eins og hann gæti hvorki trúað orðum né eyrum, en svo þaut hann af stað sem fæturtoguðu, en nú kom ungi maðurinn, sem var að elta þjóf- inn og náði tökum á Brian. Brian stakk hendinni, sem hann hélt á demantinum i, í vasa sinn og stóð grafkyr; nú flaug honum margt i hug, og hann varð að játa með sjálfum sér að hann hefði heldur en ekki ratað í æfintýri á þessu eina kvöldi. Fyrir fám stundum hafði hann frelsað unga stúlku frá fullum slána, siðan verið rekinn út úr húsi frænda síns og nú væri hann grunaður um þjófnað. Fylginautur ungu hefðarstúlkunnar hélt honum stöðugt föstum og sagði másandi: »Hættið þessu þófi; mig brestur ekki kraftana; mér er ekki um að meiða yður«. Brian náði hendinni lausri með öflugu taki og svaraði rólega og brosti við: »Þér ættuð heldur að hætta við að berja mig, því þá ber eg aftur; mér kemur ekki til hugar að hlaupa burtu«. Það var auðséð, að hinn unga mann rak i rogastanz, er hann fann, hvað Brian var rólegur og starði á hann stundarkorn, og var auðséð að honum þótti miður, því að á Brian var enginn þjófssvipur og af orð- um ‘ hans og atferli mátti ráða, að hann væri af heldra tagi. »Það var gott«, sagði hinn ungi maður að lokum, »mér þykir vænt um, að þér sýnið engan mótþróa, því að eg má láta taka yður fastan fyrir það að þér hafið stolið demantinum stúlkunnar þarna — hennar Viviens lafði«. Nú voru allir boðsgestirnir komnir utan um þá og þar varð töluvert uppnám, en það var skrítið, að hvergi sást brydda á lögregluþjóni. Brian átti nú að segja upp alla söguna, en þá datt honum í hug, að því meira sem hann drægi það á langinn, því lengri tíma fengi rétti þjófurinn til að komast undan.

x

Heimilisblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.