Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.10.1922, Qupperneq 2

Heimilisblaðið - 01.10.1922, Qupperneq 2
130 HEIMILISBLAÐIÐ ^enssöfl, kennari og meðhjálpari, sextugur. »Undrandi stari’ eg ár og síð upp yfir fjöllin háu«. Þessi orð koma oft i huga minn, er eg hugsa um islenzka æskumenn, sveitapiltana, sem þrá að komast að marki, sem þeir sjá í bjarma vonarinnar. Vonin er íljót i förum, en margir finna samt, að blý er bundið við vængina. Þeir vilja áfram, en það áíorm sameinast baráttunni. En margir horfa með létlri lund fram á veginn og fagna komandi vori. Meðal þeirra æskumanna var Bjarni Jónsson, sem fæddist 11. sept. 1862 í Heiðarseli í Norðnr-Múla- sýslu. Hann fékk að vöggu- gjöf von og gleði, og hið barnslega traust hefir ávalt átt heima í hjarta hans. Fátækur, en glaður og hug- rakkur, atlaði hann sér fróðleiks, eftir því, sem föng voru á. Hefir hann altaf verið að læra, og er enn námfús, þó að sextug- ur sé hann orðinn. Nám stundaði hann af kappi og snemma var sú löngun rík hjá honum að fá tækifæri til þess að kenna öðrum, og bæði til þess og annara skyldustarfa hefir Bjarni verið vel fallinn. Um 1890 kom hann hingað til Reykjavíkur. Man eg fyrst eftir honum í söngkenslustund í barna- skólanum, var hann þar með Jónasi Helga- syni, hafði búið til kvæði, sem sungin voru, enda sjálfur mjög söngelskur. Man eg, hve blítt hann brosti við okkur börnunum. 1 Reykjavik naut hann góðrar hjálpar og leiðbeiningar Björns Jónssonar ritstjóra, siðar ráðherra, og taldi hann ávalt á meðal velgerðamanna sinna, lét Björn hann fá Bjarni Jónsson. starf við blaðið og vildi á ýmsan veg greiða götu hans. Um tíma var Bjarni kennari við Flens- borgarskólann, og því næst kennari suður með sjó. Lét honum starfið vel, en barátt- an sótti hann heim. Sjúkdómur var gestur á heimili hans, þjáðist kona hans árum saman af berklaveiki og voru margir hrædd- ir við þá hættu, sem af veikinni gæti staf- að, og misti því Bjarni atvinnu sína á þeim tíma, er hann þó sízt mátti án hennar vera. A Álftanesi var hann um eitt skeið, — hingað til Rej'kjavíkur kom hann árið 1904, og voru þá kjör hans alt annað en glæsileg. Nokkru síðar misti hann konu sína og ýmsir erfiðleikar sóttu hann heim. En Bjarni hafði bygt trú sína og von á hellubjarginu, sem ekki bifast og gat sagt, er hann hugsaði um Drottins náð: »Með þér geðrór mæti’ eg hverju fári«. Hann hefir ávalt vitað, að alt verður þeim til góðs, sem elska Guð. Einlægur og ákveð- inn trúmaður er Bjarni, og hefir átt mikinn þátt í trúarlegu starfi hér i bæ. Jm alllangt skeið var hann ritstjóri »Bjarma«, og var það ekki vandalítið verk, er trúmáladeilurnar risu hátt. Geym- ist mörg ákveðin grein írá Bjarna og sýnir trúaðan mann, sem ekki er reyr af vindi skekinn í andlegum efnum, en heldur fram ákveðinni stefnu, af því að hann sjálfur hefir fundið frelsarann og hefir með gleði játað góðu játningunni og ávalt reiðubúinn að gera grein fyrir þeirri von, sem í hon- um býr. Sóknarnefndarmaður var Bjarni um nokkur ár, og hann er stöðugt með- hjálparí í dómkirkjunni og unir sér vel í helgidómi Drottins. Börnin eru vinir hans og þykir honum vænt um að mega kenna þeim. Þaðerugleðistundir

x

Heimilisblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.