Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.10.1922, Blaðsíða 8

Heimilisblaðið - 01.10.1922, Blaðsíða 8
136 HEIMILISBLAÐIÐ Eg vona, að Barge hafi fengið ósvikna ráðningu hjá honum. t*ú skalt ekki taka þér þetta nærri«, sagðí Tad, þegar hann sá, að Myrtle roðnaði, »þú mátt ekki fást um, hvað annar eins ræfill og hann Barge segir; það vita allir, að hann er siljúgandi og honum trúir enginn. En það verð eg að segja, að guðleg ráðstöfun var það, að eg skyldi hitta þennan unga mann á götunni. Og þú veizt það, Myrtle, að þeir eru ekki allmargir, sem eg treysti, en eg bar óðara traust til þessa manns — mér leizt svo vel á hann. Eg vildi gjarna hitta hann aftur. Hann sagði vist ekkí til nafns síns, Myrtle?« Myrtle hristi höfuðið. »Hann sagði mér það heldur ekki«, sagði Tad, »því að eins og þú getur skilið, þá höfðum við ekki tíma til að segja hvor öðrum til nafns okkar, en hann kemur víst aftur, sjáðu til«. Myrtle roðnaði og um leið og hún skelti hurðinni aftur, þá sagði hún hljóðlega: »Góða nótt, Tad, — góða nótt, Minnie«. »Hún er alveg utan við sig, sýnist mér«, sagði Tad, »eg vildi óska, að hún hefði ekkert óráð í huga«. »Hvað áttu við, Tad«, sagði Minnie í hljóði, um leið og hún opnaði herbergis- dyrnar. »t*að er ekkerl«, sagði Tad og tók tvö þrep í einu spori. »Nú er alt i góðu lagi. Segðu henni bara á morgun, að eg skuli vist gæta hennar — hún þarf ekki að vera hrædd«. ^rsévinix í hjónabandi, Frá því er sagt um Kyros konung Persa, að hann lét einu sinni handtaka höfðingja nokkurn, konu hans og börn. Þegar bandingjarnir voru leiddir fyrir hann, þá mælti Kyros við höfðingjann: »Hvað viltu gefa til þess, að eg láti þig lausan?« »Helming landa minna«, svaraði höfðing- inn hiklaust. »En ef eg léti laus börn þín?« y>Allar lendur mínar«. »En ef eg léti konu þína lausa?« »Þá vildi eg gefa sjáljan mig. Þetta svar geðjaðist Kyrosi svo vel, að hann lét þau öll laus, endurgjaldslaust. Á heimleiðinni spurði höfðinginn konu sína, hvort hún hefði veitt eftirtekt því göfuglyndi, sem Kyros hefði auðsýnt þeim og hvort hún hefði tekið nákvæmlega eftir honum. »Nei«, svaraði konan, »eg sá engan, nema hann, sem vildi gefa sjálfan sig mér til lausnar«. Kvittanir. Júlimánuður. J. Ó. Vík, ’22 kr. 72; G. B. Viðvík '21—22 kr. 10; R. E. Djúpav. ’22 kr. 5; S. S. Grásíðu ’21—’'22 kr. 50; J. S. B. Dynjanda ’22 kr. 10; G. P. Geiteyjar- strönd ’22 kr. 5; S. B. Arnarvatni ’22 kr. 5; Kr. A. S. Bolungarvík ’22 kr. 45; M. Eskif. ’22 5; M. S. Melura ’22 kr. 32; J. V. Karabi ’21—22 kr. 10; Ól. Ó. L. læknir Brekku ’21—’22 10; V. S. Fuglav. '22 kr. 5 K. H. Hrauni ’22 kr. 5; Kr. Kr. Fáskrúðsfirði ’22 kr. 112; J. O. Skaftabæ Sf. ’22 82; G. P. Nesi Nf. ’22 kr. 70; E. Sv. Lambav. ’22 32; G. P. Holti Rf ’22 kr. 36; Ó. G. Brekkug. 19, A. kr. 88; S. P. Ping. eyri ’22 kr. 44; H. M. Bíldudal ’22 kr. 40; H. Tr- Halldórsst. ’22 5; G. S. JSldleysu ’22 kr. 5; I. V. Bakka ’22 kr. 40; P. M. Alftaf. ’21—’22 kr. 10; K. Tr. Halldórsstöðum ’22 kr. 5; Ágúslmániiður. S. A. Kollabúðum ’22 kr. 5; Á. S. Urðum ’22 kr. 20; B. P. Hælavík ’22 kr. 5; Rv. K. Ögurnesi ’21 —’22 kr. 10; M. A. Gerfidal ’22 kr. 5; S. M. Kvig- indisdal ’21—22 kr. 10; V. E. Keldhólum ’22 kr. 15; A. P. Hólum ’22 35; H. P. Lambafelli ’22 kr. 5; G. M. K. Alftamýri ’22 kr. 5; L. G. Hesti ’22—’22 kr. 10; J. V. Brekku ’22 5; L. Á. Mýri ’22 kr. 5; S. J. frá Arnarbæli ’22 kr. 5; Septembermánuður. St. Tr. Arndisarstöðum '21—22 kr. 10, B. B. Borg ’22 kr. 28; J. P. Sandbrekku ’22 kr. 32; G. Fr. Skálavík ’22 80; St. P. Skáleyjum ’22 kr. 20; Kr. A. St. Bolungarvik ’22 kr. 20; S. B. Keflavík ’22 kr. 75; .1. Kr. G,. Hnífsdal ’22 kr. 5; Fr. N. Siglufirði ’22 kr. 30; Á. T. Lambastöðum ’22 kr. 25; V. J. Reyk- húsum ’22 kr. 18,75; Jóh. G. S. Dalvik ’22 kr. 40; St. Har. Hvalgröfum ’22 kr. 15; St. B. Sveðjust. ’22 20; P. S. Garði ’22 kr. 5; J. F. Arnarbæli ’22 kr. 5; G. F. Pétursey ’22 kr. 20. Útgefandi: Jón Helgason, prentari. Prentsmiðjan Gutenberg.

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.