Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.10.1922, Page 4

Heimilisblaðið - 01.10.1922, Page 4
132 HEIMILISBLAÐIÐ ög karnai?' Fornaldarmynd frá Noregi. Efiir Edward Knulzen. (Niðurl.). »Jæja, Drengurl Hversvegna tekur þú ekki öxina, sem þú segist ekki geta án verið?«, kallaði síra ívar i gletnisróm, »hún er þar sem eg lét hana!« Drengur varð nú enn myrkari á svip. »Hafir þú ekki þulið yfir henni galdra mun eg taka hana«, mælti hann og greip stál- vafið skaftið og reyndi að mjaka blaðinu niður á við, en kipti síðan snögt í skaftið. En blaðið haggaðist ekki um hársbreidd. Og það eitt, að skaftið titraði, er hann slepti því, bar þess vott, að Drengur hafði ekki tekið á því lauslega. Æðarnar þrútnuðu á enni Drengs. 1 óstjórnlegri bræði beitti hann nú öllu helj- arafli sinu og nötraði nú hin ramgerða dyrastoð, er hann rykti í skaftið öðru sinni. En axarblaðið sat fast, sem væri það límt í stoðina, skaftið brotnaði upp við blaðið og hélt Di'engur því eftir i hendi séi'. Hann fleygði því frá sér i bræði og gekk að síra ívari. »Þetta hefir þú ekki gert af eigin ramleik, heldur með göldrum! Með fjölkyngi hefir þú fest öxi mína í ldrkju- stoðinni!« mælti hann nötrandi af reiði. »Heldur þú það, Drengur«, mælti prestur og var hinn rólegasti. »Galdrar«, hélt hann áfram með fyrirlitningu, »eru ekki til ann- arstaðar en í heilum heimskra og ókrist- inna manna. Ekki er það annað en leikur að höggva beittri öxi í trjábút! Guð hefir gert mig vel vfíi garði, hvað líkamskraíta snertir, og ekki er til annai's að ætlast, en að eg, sem fyrrum var höfuðsmaður í her konungs, kunni einhver deili á vopnaburði og líkum íþi'óttum!« Drengur vildi þó eigi enn láta hlut sinn. »Satt er það, að ekki ert þú væskill að út- liti«, mælti hann. »En þetta ótrúlega högg er þó fremur gert af fimi en armstyrk«. »Er belti þitt traust, Drengur?« spui'ði prestur og brá löngutöng hægri handar undir breiða leðurbeltið, sem tvísliðran hékk við. »Þú heldur ef til vill að þú getir hafið mig upp með einum fingii«, sagði Drengur hæðnislega. »Eg hygg þó, að til þess muni eg vera full-þungur«. »Má eg reyna?« spurði prestur og lét sér hvergi bregða. »Ekki meina eg þér það«, svaraði Dreng- ur, »og beltið mun halda, það ábyrgist eg«. Á beinum handlegg og áreynslulítíð, að þvi er virtist. lyfti síra fvar nú þessu jöt- unmenni jafnhátt höku séi', bar hann þann- ig út að kirkjugarðshliðinu og lét hann síga þar hægt til jarðax', en fólkið æpti fagn- aðarópum, sem aldrei ætlaði að linna. »Og nú vil eg segja enn örfá orð við yður, vin- ir mínir, áður en við skiljumst i þetta sinn«, mælti prestur og sneri sér að hinum fagn- andi mannfjölda: »Yður er öllum kunn skipun konungs um það, að kirkjugestum er bannað að hafa með sér öxina eða önn- ur vopn inn í helgidóminn. Skiljið hana því eftir heima, er þér komið hingað að tilbiðja þann, sem sagði: »Þú skalt ekki morð fi'emja!« og minnist þess, að það er skylda vor kristinna manna, að vera lög- hlýðnir«. Þetta sama kvöld sátu þau síra ívar og frú Elísabet á eintali i lágreistu dagstof- unni á prestssetrinu og voru þau nýbúin að borða íburðarlausan kvöldverð. Eldur logaði glatt á arninum og var lilýtt í stof- unni. Frú Elísabet handlék lút1) sinn, því þau voru vön, hjónin, að syngja saman kvöldsálm, og lék frúin þá undir. En á eftir sálminum kvað prestur hetjuljóð til hressingar. »Dásamlegur hefir þessi dagur verið«, mælti síra ívar. »Og fólkið hérna! það er stórgöfugt og mikið i það spunnið á marga lund. — — Tókst þú eftir því, með hve 1) Lútur er fornt strengjahljóðfæri, ekki ósvip- aö gitar.

x

Heimilisblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.