Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.10.1922, Side 6

Heimilisblaðið - 01.10.1922, Side 6
134 HEIMILISBL AÐIÐ frá Ríki, sem tók við meðhjálparastarfinu að látnum gamla meðhjálparanum og varð fyrstur skólakennari sóknarinnar. Goðhaus- inn á öndvegissúlunni að Ríki, sem fyrrum var svo mjög í hávegum hafður, varð •^Þór trékarli« á Arkrika samferða á bálið, og öðrum slíkum myndum, er til voru hingað og þangað í bygðinni. En bygðin sjálf varð ljómandi fyrirmynd ann- ara norskra dalbygða. Síra ívar hlaut siðar biskupstign og mjög var hans saknað i sveitinni, er hann fór þaðan. Kirkjan stóð enn í rúm tvö hundruð ár, og sýndu bændurnir jafnan aðkomumönn- um hið svonefnda »prestshögg« i dyrastoð- inni, þar sem ryðgað axarblað Drengs Björnssonar sat fast í farinu, — og voru hreyknir af. En nú er svo farið um veizlu- skálann' að Ríki, sem kirkjuna, hann er nú horfinn og annar nýr reistur í staðinn. En minning hins sterka, ósérhlíina og elsk- aða prests lifir enn hjá Dalsbúum í munn- mælasögum og mun seint fyrnast. ^œnapvcps. (E/lir Jón slcólameislara Einarsson á Ilólnm, dáinn í Stórii-bólu 1707). Himneski faðir, höndin þin helgi og blessi verkin mín, öll svo að þóknist þér; áhyggju mig illri ver, öllu grandi forða þú mér. Eg legg í þína líknarhönd likamann bæði og mina önd, treystandi á þig einn; gef að eg sé hjartahreinn, háski svo mig villi ei neinn. YERKSMIÐJUSTÚLKAN EFTIH CHARLES GAR VICE. DJAltNI JÓNSSON ÞÝDDI. (Framli.) VI. Myrtle lá í hnipri á gólfinu í herberginu sínu og huldi ásjónu sína í sængurklæðinu. Hún grét ekki, en dró andann þungt, eins og hún hefði ekka. Hún var svo æst með sjálfri sér út af lýginni, sem Barge fór með. Hann hafði lævíslega varpað sökinni á þann mann, sem nú hafði í öðru sinni bjargað henni. Hún vissi, að það var ónýtt, þó að hún hefði viljað neita einhverju af því, sem Barge bar fram; hver sá, er heyrt hefði sakaráburð Barges, hlaut að trúa honum fortakslaust. Svo var það þetta, sem Barge hafði sagt, að hún lifði af náð og miskunn gamals og útslitins manns! Það var ekki nema satt, og hún vissi, að Giggles varð með hverri vikunni sem leið fátækari og fátækari og honum veittist fullerfitt að hafa ofan af fyrir sjálfum sér og konunni. Hún hafði nú eiginlega aldrei hugsað út í þetta fyr en nú. Hún hafði alist upp á heimili hans og aldrei hugsað neitt um þetta mál. En verst af öllu var þó það, að nafn hennar var á svona óviðfeldinn hátt tengt við þann mann, sem hafði hjálpað henni svona göfugmannlega og verndað hana! Hún vildi fyrir hvern mun, þó að hún vissi ekki hvers vegna, að honum mætti geðjast að framkomu sinni; en hversu mátti hann nú ekki fyrirlíta hana og reiðast henni fyrir alt það ónæði, er hún hafði bakað honum; vel gæti svo farið, að hún sæi hann aldrei framar, en engin huggun var henni samt að því. Hún stóð fyrst lengi úti á þrepinu, alt til þess er hún var búin að heyra, hvernig

x

Heimilisblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.