Heimilisblaðið - 01.10.1922, Side 7
HEIMILISBLAÐIÐ
135
lauk með þeim »mömmu Bess« og Brian,
og nú vissi hún, að frú Scrutton mundi
renna með alt sem gerst hafði út um alt
nágrennið.
Og það var alls ekkert undarlegt, þó að
sú hugsun hvarflaði að Myrtle, að héðan,
ni' þessari vistarveru, yrði hún að flýja;
hér var henni alveg óbærilegt að vera; hún
yrði aldrei laus við ónot og skammir frú-
urinnar og heldur eigi við heimsóknir
Barges.
Eftir skamma stund var drepið á dyr.
»Lofaðu mér að ltoma inn, Myrtle«, sagði
Minnie í blíðum og titrandi bænarrómi.
Myrtle reis hægt á fætur og opnaði hurð-
lna» og meðan Minnie var að þreifa sig
ufram, þá læsti hún hurðinni aftur.
Minnie leitaði fjTÍr sér með hendinni eftir
vinu sinni, en Myrtle stóð og vísaði henni
alveg frá sér.
»Ó, elsku M}rrtle, það tekur mig svo
sárt«, sagði Minnie, og dró nú Myrtle með
ser að rúminu, »það er skömm mikil að
frúin skuli fara svona með þig, og að
Barge skyldi fara til þín, þó að hann vissi,
að þú værir ein þíns liðs heima. Tad segir,
að hann hafi séð frúna fá Barge lykilinn
að herbergjum ykkar. En ungi maðurinn
kom þá í tæka tíð til að hjálpa þér, eða
var ekki svo? Var það ekki fallega gert af
honum? Tad segir, að hann sé góðmann-
legur og fríður og sé víst afburðamaður að
alli. Eg vildi óska, að eg hefði ekkert farið
nt í kvöld! Eg hefði svo fegin viljað vera
hjá þér, ef eg hefði vitað, að þú værir ein
heima. Þú mátt ekki titra svona, Myrtle,
Þvi að nú er alt fallið í ljúfa löð«.
»Nei, þvi fer nú fjarri«, svaraði Myrtle
°g herti á, »þvi að frúin dregur taum
Barges og hún hjálpar honum til að ná
ínndi minum aftur og við því get eg ekki
húist, að altaf verði einhver við hendina
til að hjálpa mér«.
»Já, en Giggles er nú næstum altaf heima«,
sagði Minnie.
Myrtle hristi höfuðið. »Hann er gamall
°g megnar ekkert«, sagði hún, »og svo get-
ur Barge komið einhvern daginn, þegar
hann er ekki heima. Hann getur lika setið
um mig á götunni, þvi að nú er hann orð-
inn verulega grimmur í minn garð«.
»Hvað eigum við þá að gera?« sagði
Minnie vandræðaleg.
»Eg veit það ekki«, svaraði Myrtle, »eg
get ekkert hugsað í kvöld, eg er svo ringl-
uð í höfðinu«.
»Og þú hefir svo mikinn hjartslátl«, sagði
Minnie sorgdöpur.
»Eg verð að velta því lyrir mér«, sagði
Myrtle, »hvað eg á að gera. Eg vildi svo
fegin geta unnið mér fyrir einhverju, því
að þetta lítilræði, sem eg geri fyrir Giggles,
er sem ekkert að telja. En mér getur hreint
ekkert hugkvæmst í kvöld. Eg vildi helzt
að þú færir, Minnie; það var svo vingjarn-
legt af þér að lita inn til mín, en eg vildi
helzt af öllu vera ein míns liðs«. Hún dró
nú að sér höndina og strauk þykka, dökka
bárið af enni sér, eins og henni fyndist það
liggja eins og farg á brennheitum gagnaug-
unum.
Minnie skildi hana, stóð upp og kysti
Myrtle á kinnina að skilnaði.
»Við erum aldrei alveg einar, Myrtle,
ávalt vakir einn yfir okkur, mundu það
Myrtle og reyndu að sofna, góða«, sagði
Minnie að lokum hljóðlega. »í fyrra málið
verður alt orðið skárra, vona eg, og þá
skaltu koma ofan til min, jafnskjótt sem
þú vaknar — er ekki svo? Bá gelum við
talað um það betur«.
Myrtle vissi ofboð vel að Minnie gat ekki
hjálpað henni, en þó sagði hún já við boði
hennar, svona hálfvegis, og þrýsti brenn-
heitum vörum á mjúku en köldu kinnina
á blindu vinkonunni sinni, leiddi hana svo
til dyra. Tad sat á efsta þrepinn, hryggur
og reiður út af þvi, sem dunið hafði yfir
Myrtle og varð nú heldur en ekki karla-
legur á svipinn.
»En sú ráðvendni, Myrtle«, sagði hann
hljóðlega. »Þar fékk Barge mann á móti
sér, eða hvað? »Já, reyndist hann ekki al-
veg framúrskarandi vel, þessi ungi maður?