Heimilisblaðið - 01.03.1923, Side 2
84
ÍÍEÍ MILISBLAÐÍÐ
minnast orða Páls postula: »að Satan sjálf-
ur tekur á sig ljósengils mynd« (2. Kor.
11, 14).
Múhameð hélt því fram, að Móse hefði
spáð um hann og að Jesús Kristur hefði
boðað komu hans. Jesús hefði sem sé átt
við Múhameð, er hann talaði um »huggar-
ann«, sem faðirinn mundi senda.
»Svo ótrúlega vel vai'ð Múhameð ágengt
í útbreiðslu sinnar fölsku kenningar, að
auösætt var að djöfulleg öfl voru að verki
með honum. Af eigin rammleik fær mað-
urinn aldrei sett saman slíka kenningu, og
enn síður aflað henni fylgis, nema með
fulltingi illra anda. Kenning Múhameðs er
eitt af furðuverkum djöfulsins, runnin upp
úr »brunni undirdjúpsins«.
Það sem einkum hændi fólkið að Mú-
hameð, var fullyrðing hans um það, að
hann væri hinn œðsti, næstur Guði. Æðii
en Móse og Jesús, æðstur allra spámanna.
Hann boðaði einnig mjög holdlega — já
lostafulla sælu eftir dauðann, er verða
skyldi hlutskifti allra sannra Múhameðs-
trúarmanna*. Þá kendi hann líka, að for-
lög raanna væru fyrirfram óhagganlega
ákveðin, svo að í raun og veru hefðu þeir
að því leyti enga ábyrgð á lifi sinu. Með
þessu varð honum auðveldara að afla sér
liðsmanna. Dauðastund þín er fyrirfram
ákveðin, sagði hann; þess vegna er þér með
öllu óhætt að ganga í orustu. Sé þér ætlað
að lifa, þá liflrðu, þó að þú ryðjist þar
fram, sem bardaginn er harðastur. Hann
áleit sjálfan sig útvalinn til að ryðja kenn-
ingu sinni til rúms um allan heim, þessai'i
nýju trú, sem væri betri en bæði Gyðinga-
trú og kristindómur. Hann hugði sig vera
íæran um að leggja undir sig gjörvallan
heiminn.
í fyrstu gáfu ættingjar hans sig litið að
') Múhameð fæddist i Mekka um 570, dó i
Medína 8. júní 632. Fyrsta kona hans hétKhadídja
og bjó hann með henni einni lengi vel. En á efri
árum gerðist hann svo »holdlega sinnaður«, að
honum nægði ekki minna en »heill hópur af kon-
um«.
honum, urðu honum jafnvel svo fráhverfir,
að hann varð að flýja frá Mekka til Medína.
Það var árið 622. Og við það ár miða Mú-
hameðstrúarmenn tímatal sitt. Þegar hann
hafði dvalið í Medína um hrið og safnað
sér nokkrum áliangendum, sneri hann aft-
ur til Mekka, fékk þar fleiri og fleii'i liðs-
menn, unz þeir urðu svo margir, að hann
taldi sig geta tekið til starfa sem hinn
mikli spámaður og sigurvegari. Og svo ört
útbreiddist nú kenning hans og fjölgaði
liðsmönnum hans, að því verður ekki val-
in betri samlíking en eyðileggjatidi sægur
engisprettanna.
Eftirmenn Múhameðs, hinir svonefndu
kalífar, héldu áfram að útbreiða kenningu
hans. Þeir lögðu undir sig Gyðingaland,
Sýrland, Armeníu, Litlu-Asíu alla, Persíu,
Indíalönd, Egiftaland, Númedíu og fleíri
lönd í Norður-Afríku, Spán og Portúgal,
nokkuð af ítaliu og eyjar í Miðjarðarhafi.
Á árunum 634—644 brutu þeir undir sig
36000 borgír, lögðu i eyði 4000 kirkjur og
reistu 1400 tyi'knesk musteri. Ýmsir sagn-
fræðingar hafa upplýst um það, að Mú-
bameðstrúarmenn hafi lagt meira undir
sig á 80 árum, en Rómverjar áður á 400
árum.
Það stendur í Op. 9, 4, »að eigi skyldu
þær (o: engispretturnar) granda grasi jarð-
arinnai', né nokkrum grænum gróðri, né
nokkru tré«. Og eftirtektarvert er það, sem
sagan segii', að þegar Abú Bekr (fyrsti
kalífinn, tengdafaðir Múhameðs) lét gera
árás á Sýrland, gaf hann hershöfðingja sín-
um svohljóðandi fyi'irsldpun: »Gi-andið
engum pálmaviði, brennið ekkí heldur
kornakrana, höggvið ekki niður ávaxtatrén,
látið kvikfénaðinn í friði, slátrið aðeins þvi,
sem þarf til matar«. Hér sjáurn vér ná-
kvæma uppfylling á orðum Opinberunar-
bókax'innar og mun þó kalífinn ekki hafa
til hennar þekt, frekar en Ágústus keisari
til spádómanna um fæðingu Krists. Og hvað
er veraldarsagan, annað en uppfulling Guðs
eilítu og vísdómsfullu ráðsályktana? — En
mennirnir gefa því ekki gaurn.