Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.03.1923, Blaðsíða 3

Heimilisblaðið - 01.03.1923, Blaðsíða 3
35 HEIMÍLISBLAÐIÐ ^Þeir skyldu kvaldir verða í 5 mánuðk (5. v.), Eitir hinum spámannlega tíma- reikningi er dagurinn sama sem eitt ár. 5 ^ánuðir eru þá 150 ár. Arið 612 opinber- aði Múhameð kenningu sína; 150 árum siðar, eða árið 762 var Bagdað reist; en UPP frá þeím tíma fór veldi kalífanna hoignandi. Engu skyldi granda, »nema þeim mönn- uw, er eigi hafa innsigli Guðs á ennum sér« (4. — Arið 637 lagði ómar kalífi undir sig Jerúsalem. Sófróníus biskup var neyddur til að afhenda helga staðinn í hendur hinum vantrúuðu Serkjum. Um leið °g hann laut hinum nýja höfðingja, mælti hann þessi orð fyrir munni sér: »Yiður- st.ygð eyðileggingarinnar stendur á helgum stað«. Þar sem musterið helga hafði staðið, reisti Omar hið mikla »musteri«, sem við hann er kent. Upp frá því hefir Gyðingum Verið fyrirboðinn sá eini staður, þar sem Þeir samkvæmt lögmálinu máttu færa Guði fórnir. Hvarvetna þar, sem Múharaeðstrúarmenn hafa náð yfirráðum, sættu hinir undirokuðu afskaplegri meðferð. óguðleg kenning þeirra Var eins og sporðdrekastunga. Hinir sigr- uðu urðu að taka upp siði og venjur sig- Urvegaranna, jafnvel í klæðaburði. Þeír v°ru látnir flnna til þess, að þeir voru ekki að eins undirokaðir, eins og þeir höfðu aður verið af Rómverjum, heldur líka lyrirlitnir. Múhameðstrúarmenn kölluðu þá ýmist »kristna hunda« eða »trúleysingja«. ^eim var fyrirboðið að byggja nýjar kirkjur og að hringja kirkjuklukkum sín- um. Svo þunglega voru þeir þjakaðir, að tnargur kaus sér dauðann, heldur en að þola þær plágur, er á þá voru lagðar. Þeg- ar Múhameðstrúarmenn voru á ferð um tönd sín, voru hinir kristnu skyldir að hýsa þá og veita þeim beina svo lengi sem hin- Um þóknaðist. Og ekki varð valdi beitt, þó að þeir vanhelguðu kirkjur kristinna manna. "að var því engin furða, þó að margur léti ^fvegaleiðast til Múhameðstrúar á þeirri þrengingaöld. En þegar þeir einu sinni höfðu tekið þá trú, var þeim gert ómögu- legt að hverfa aftur’ til kristinnar trúar. Múhameðstrúarmenn höfðu sem sé sett þau lög, að dauðahegning lá við, ef sá, er tekið hafði þeirra trú, gerðist aftur kristinn. Þeir áttu að flnna til sporðdrekastungunnar. Héldu þeir hinsvegar fast við kristindóm- inn, var plágunum aldrei látið linna. Þeir gátu að vísu komisl hjá ofsóknunum með því að látast taka Múhameðstrú; en þá kom plágan versta: vond samvizka. Hvern- ig sem þeirfóru að, »stakk sporðdrekinn þá«. En látum oss athuga, hvað oss ber að læra af þessu. Oss ber að hafa fagnaðar- erindi Guðs í hávegum, elska það og virða. Guð hefir sívakandi auga á oss. Hann þekkir þá vor á meðal, sem hafa innslgli hans á ennum sér: »Drottinn þekkir sina«. Höfum vér innsigli hans á ennum vorum? Þekkir hann oss sem sína? Vér vitum ekki hvaða þrengingar kunna að vera í vændum, — hvað hinir siðustu tímar kunna að fela í skauti sér. En opinberunin sýnir oss, að vér eigum hér ekki mikils góðs að vænta. Væntanlega er oss ekki hætta búin af hálfu Múhameðstrúarmanna. En »Satan er stig- inn niður á jarðríki«, og hann hefir vald til að afvegaleiða, — einnig nú á vorum dngum. Oft og tíðum er svo látið, sem einu gildi hvaða skoðun er höfð á fagnaðar- erindi Guðs. Það skifti engu, hvort menn aðhyllist það, eða hafni því; þar megi hver fara eftir sínum eigin geðþótta, — svo sem þegar slík heilög trúaratriði eins og frið- þægingin er lögð undir dóm mannlegrar skynsemi. En slíkir hlutir eru háhelgari en svo, að vér aumir syndarar getum vítalaust dirfst að bera brigður á þá. Nei, þvert á móti ber oss að lúta í auðmýkt lifanda Guði og þakka þá miklú náð, að fagnað- arerindi hans, gleðiboðskapurinn um Jesúm Krist, Guð og mann, er boðaður meðal vor. Um alla eilífð munum vér reyna þýð- ing þess, að vér fengum hér að heyra fagn- aðarerindi Guðs. P. Wettergreen. Á. Jóh.

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.