Heimilisblaðið - 01.03.1923, Side 4
Heímí lí sbLaöíö
u
og ijaMhúhxFo
Eftir Ólaf Ólafsson, trúboða.
Mikil er víðáttan hér í Kína. Það getið þið
ímyndað ykkar, ef þið lítið eftir í landafræð-
inni, hve mörgum sinnum Kína er stærra en
ísland. Kristniboðssvæði Kinasambandsins
norska eitt, sem er að eins örlítill hluti úr
tveimur fylkjum — er á stærð við ísland alt.
Nú eru kristniboðar Kínasambandsins, karlar
og konur, um 70. Hugsið ykkur að íbúarnir
á íslandi væru 7, 8 eða 9 milj. (eins og hér
á kristniboðssvæðinu okkar) en prestar eða
starfsmenn kírkjunnar væru að eins 70! Getið
þið þá betur skilið erfiðleika kristniboðs-
starfsins.
Guði og mönnum hefir Kinasambandið
norska heitið, að innan skamms tíma skuli
þessum 7, 8 eða 9 miljónum öllum, verða
boðað fagnaðarerindið. Hvernig er það mögu-
legt? íslenzkir kristniboðsvinir hafa heitið að
taka sinn hluta ábyrgðarinnar, þangað til ís-
lenzka kirkjan byrjar sjálfstætt kristniboð.
Þetta er því mál, sem oss kemur við.
í raun og veru eru að eins ellefu — 11 —
kristniboðsstöðvar á öllu okkar starfssvæði,
— bugsið ykkur 11 kirkjur á landi á stærð
við ísland, með alt að því 9 milj. íbúa! Ör-
lítið brot af mergðinni miklu náum við með
því móti, en allur fjöldinn er ósnortinn. Er
hægt við því að gera? Nú hafa verið settar
á fót fjölmargar y>útstöðuar<í, eiginlega fleiri
en efnahagur og starfskraftar leyfa. Þessar
útstöðvar eru engar kirkjur, oftast illa bygð
kínversk hús. Innlendir trúboðar starfa þar
stöðugt og kristniboðarnir heimsækja útstöðv-
arnar, þegar því verður við komið. Smá
söfnuðir hafa myndast á öllum þessum stöðv-
um og byrjað með barnaskóla og biblíu-
námsskeið.
Önnur bezta og mest notaða aðferðin, til
þess að ná fjöldanum, eru tjaldbúðir. Hafa
þær reynst ágætlega. Kristniboðsstöðvarnar
eru svo alt of fáar að þangað geta ekki allir
sótt; og við verðum að jara til fólksins, komi
það ekki til okkar, fyr höfum við enga af-
sökun, bvorki vottar Krists hér né á íslandi.
Komi fólk ekki til kirkju, þá flytjum er ndi
okkar inn á heimilin, annars vita allir að
okkur er ekki alvara, ræður okkar tóm orð
og bænir okkar alvörulaust hjal. En þá, sem
eitthvað vilja, virða jafnvel heiðingjarnir, og
hlusta gjarnan á orð þeirra, sem prestar eru,
viðar en í kirkjunni.
Kristniboðar, sem hafa tjaldbúð, ferðast á
öllum tímum ársins nokkurra vikna tíma,
og heimsækja þorpin fjölmörgu, sem fjarri
eru kristniboðsstöðvunum, og sveitirnar stóru,
þar sem nafn Jesú hefir aldrei verið nefnt,
og markaðsstaðina fjölmörgu, þar sem oft er
samankomið alt að 50 þús. manna. Oftast
hefir hann þá með sér 3 eða 4 innlenda
kristniboða; tala þeir svo til skiftis allan
daginn, eins lengi og kraftarnir endast; því
aðsókn er hér nóg. Tjöldin vekja mjög eftir-
tekt manna, því þau eru sjaldséð í Kína; og
hafi maður hljóðfæri, handorgel, harmoniku
eða gítar o. s. frv. getur maður verið viss
um stöðugan húsfyllir.
Tjöldin eru misjafnlega stór, rúma 2—3
hundruð manris oftast nær; stundum 6
hundruð. Þau eru vatnsheld og þægileg með-
ferðar. Bekkir eða sæti eru óþörf, því i tjald-
búðunum eru sjaldan tiiheyrendur, sem, al-
vörugefnir eins og íslenzkir kirkjugestir hlýða
á Guðs orðið, heldur skvaldrandi og lítt sið-
aðir heiðingjar. Og Kínverjum þykir betra
að setja á hækjum en okkur á góðum legu-
bekkjum.
Eg gat um það, í bréfi til vinar míns
Fjeldbergs* að tjaldbúð yrði eitt hið fyrsta,
sem eg í framtíðinni mundi biðja kristni-
boðsvini heima um, til starfs okkar í Kína.
En mikið gladdi mig að frétta, að fjársöfnun
væri nú hafin í því skyni, löngu áður en eg
hafði hugsað að senda beiðni um tjaldbúð.
Guð blessi íslenzka kristniboðsvini fyrir slík-
an lofsverðan áhuga.
*) Norskur maöur, sem starfar með miklum
áhuga í kristniboðsfélagi karla í Rvík.