Heimilisblaðið - 01.03.1923, Page 6
38
HEIMILISBL AÐIÐ
leit og hafði andstygð á. Hann tók þá að
sér — ekki þrátt fyrir fyrirlitning fjöldans,
heldur vegna þess, að fjöldinn sneri við þeim
baki. Jesús kendi í brjósti um ekkjuna frá
Nain og gaf henni aftur drenginn, sem dó
og hún var að fylgja til grafar.
t*egar Jóhannes lét spyrja Krist hvort har.n
væri hinn fyrirheitni Messias, þá segir Krist-
ur: »Farið og segið Jóhannesi það er þér
heyrið og sjáið«. Og öðru sinni segir Kristur:
wt’au verk sem eg geri vitna um mig að
faðirinn hafi sent mig«.
Ef eg líki móðurástinni við elsku Jesú
Krists til mannanna — við hina guðdómlegu
ást föðursins, er elskaði heiminn svo, að
hann gaf son sinn í dauðann, til þess að
enginn þyrfti að farast, þá veit eg að þér
getið sagt, að móðurástina megi oft gruna
um eigingirni. En ef hún er ekki guðleg í
insta eðli, þá eru flestar svokallaðar dygðir
heimsins óguðlegar. Og mamma mín elsku-
leg, sem er farin, er eift dæmi af mörgum,
um ósérplægni hreinnar móðurástar. Hún
gekk mér í móður stað. Móðir mín gat ekki
alið önn fyrir mér og leitaði á náðir við-
komandi sveitar. Ekki býst eg við að sveit-
arbörn hafi verið álitin bersyndug. En full
litilsvirðing var þeim sýnd af mörgum, senni-
lega sngu minni en tollheimtumönnum á
Krists dögum í Gyðingalandi. Og barn, er
þannig er flutt, mátti oft heita dáið — horfið
móðurinni. Og spor móðurinnar hefðu eigi
verið öllu þyngri, þótt hún hefði átt að fylgja
barni sínu eða bera það til grafar, en að
reiða það á viðkomandi sveit.
í þessu ástandi — sundurtætt af harmi og
eymd örbyrgðarinnar, afhendir móðir mín
mig á 2. ári Guðrúnu Steinsdóttir, sem hér
hvílir eftir dáðrika 95 ára æfi. Hún skilur
hugraun móður minnar og tekur að sér að
lifga drenginn, sem móðirin er að missa —
svo hún megi fá hann aftur lifandi.
Þetta er dæmi — satt og virkilegt. Og slík
dæmi eru sífelt að gerast. En ef þeim fækkar
og ef þau hætta að gerast, þá er — lýður
og land í voða!
»Móðurásl blíðasta börnunum háð,
blessi pig jafnan og efli þitt ráð
Guð, sem að ávöxtinn gefurw.
St. H.
Wnaub
(Niðurl.).
Sumarhimininn heiður og blár hvolfðist
yfir iðgrænu héraðinu. Loftið var fult af
margbreyttum ilmi frá ökrum, högum og
engjum. Á einum stað var verið að brýua
ljá; það er undanfari uppskerunnar og
sláttarins.
Jens Hans stóð grafkyr og litaðist um;
en hann var svo þrunginn af söknuði, að
hann sá lítið af dýrð náttúrunnar. Loks
sér hann rykmökk þyrlast upp úti á þjóð-
veginum. Það var maður á reiðhjóli, sem
þyrlaði honum upp; hann þaut áfram alt
hvað fætur hans orkuðu. Jens hafði ekki
augun af honum, meðan hann var að nálg-
ast. Að fáum augnablikum liðnum hjólaði
hann þar fram hjá, sem Jens stóð. Hann
hrópaði til Jens, einusinni og tvisvar einu
orði. þaut svo framhjá og linti ekki á sprett-
inum; það var eins og hann væri alveg
hamstola.
Jens stökk nú i einu vetfangi yfir skurð-
inn og út á veginn og horfði á eftir mann-
inum. Var hann vitstola, maðurinn. Hvað
var hann að hrópa: »Herlið saman kallað!
ófriður hafinn!«
Þegar Jens kom heim að garðshliðinu,
mætli Karsten honum með sama orðið á
vörunum: Herlið kallað saman! Ófriður
hafinn!«
Þá sömu nótt fóru þeir bræður ásamt
hundruðum annara herskyldra manna í
því héraði, i rjúkandí eimreið suður til
Kiel, herskipastöðva Þjóðverja. Þeir voru á
leiðinni út á heljarslóð heimsstyrjaldarinnar.
&Í þjóbpœl^ni.