Heimilisblaðið - 01.03.1923, Page 8
40
HEIMILISBLAÐIÐ
9“
VERK8MIÐJU8TÚLKAN
EFTIR CHARLES GARVICE.
BJARNl JÓNSSON PÝDDI.
(Framh.)
„Já, mikið hafið þér orðið að þola, kæri
Jósef barón“, sagði Vivien með hluttekningn,
„mér skilst af því, hvernig þér talið um
hann, að þér munuð hafa haft mikla ást á
honum, og að þér hafið verið honum einkar
góður. þér vitið víst alls ekki, hvað hann
hefir nú fyrir stafni, eða hvernig honum
líður?“
„Nei“, svaraði hann hvatskeytlega, „og
mér stendur líka á sama um það; eg vil ekk-
ert meira um hann vita; hann er bróðurson-
ur minn og erfir barónsnafnið eftir mig, sem
aldrei skyldi vera, en —
„Já, mikill heimskingi má hann vera, þessi
ungi maður“, sagði Vivien þegar minst varði,
„því að þér gætuð þó staðfest ráð yðar, herra
barón, og------
Hún lézt nú aftur fara að virða fyrir sér
myndina, en í raun réttri hafði hún augun á
baróninum, og sá bregða fyrir dimmum roða
í kinnum hans.
„Já, það gæti eg auðvitað gjört“, sagði
hann, með dálitlum hefðarhósta, en nú vissi
Vivien, að hann var einhverra hluta vegna
óhæfur til hjúskapar og eignast son, er tek-
ið gæti við af honum og komið í stað þessa
bróðursonar hans, sem hann hafði svo mikið
heiftarhatur á. —
„En eins og sakir standa, þá er þetta mjög
raunalegt fyrir yður“, sagði hún.
„Já, harla raunalegt“, sagði hann og roðn-
aði meira, „einkum nú sem stendur, því að —
já, eg er viss um, að eg má segja yður alt í
trúnaði, kæra lafði Vivien, — eg er metorða-
gjarn, og —
„Eg veit ógn vel, hvað þér hafið í huga“,
sagði hún í hljóði, „þér hafið stutt svo vel
og rækilega flokk föður míns, það hefir
pabbi sagt mér, en eg má ekki ljósta upp
leyndarmálum, Jósef barón“.
það brá fyrir kviku leiftri í augum hans,
er hann leit til hennar.
„Nei, auðvitað, lafði Vivien; það er svo
vinsamlegt, að mæla svona uppörfandi orð-
um til mín; en eru annars nokkrar horfur á,
að mér verði boðin aðalstign, þar sem annar
eins maður og hann bróðursonur minn á að
erfa tignina eftir mig?“
„Eg skil svo undur vel, hvað þér farið, kæri
herra barón; það er þungt fyrir yður, að
frændi yðar skuli baka yður sorg, en þér
verðið að vona hins bezta; hann getur bætt
ráð sitt og vitkast, og þegar öllu er á botn-
inn hvolft, þá erum við öll á valdi atvik-
anna, — það getur komið fyrir eitt eða ann-
að, sem hafi áhrif á hann — eg á við í rétta
átt“. —
„J>að er vinsamlegt af yður, að segja það“,
sagði hann, og tók við myndinni, sem hún
nú rétti að honum, og tók fast og hlýlega í
hönd henni um leið, „en eg er hræddur um,
að engar horfur séu á, að hann breytist til
batnaðar. Eg vildi óska, að eg hefði ekki
þreytt yður með þessum sögum af fólki mínu,
það var hin vinsamlega samhygð yðar, sem
kom mér til að segja yður það í trúnaði; eig-
um við nú ekki að hverfa inn í hópinn aftur?“
Skömmu síðar bjuggust gestimir til brott-
ferðar, en síðast fóru þau Purfleet lávarður
og dóttir hans; um leið og lávarðurinn
kvaddi Jósef barón, þá mælti hann:
„Að því er Róbert Aden snertir, hinn unga
vin minn, Jósef barón, þá langaði mig til að
hafa hann með mér hingað í kvöld“.
Lafði Vivien var að hneppa á sig hanzk-
ana; en er hún heyrði orð föður síns, þá
snéri hún sér hvatlega að þeim báðum og
sagði: „það máttu um fram alt ekki gjöra,
pabbi. Jósef barón hefir í svo mörg horn að
líta, og eg er hárviss um, að baróninum og'
hinum unga vini þínum muni ekki semja
vel“. Svo brosti hún áminnilega til JósefS